FIH bankinn sækir um 37 milljarða ríkisaðstoð 6. maí 2009 08:14 FIH bankinn í Danmörku hefur sótt um 1,7 milljarða danskra kr. aðstoð, eða um 37 milljarða, frá dönskum stjórnvöldum. Umsóknin er í gegnum svokallaðan „bankpakke II" sem ætlaður er til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem eiga í erfiðleikum vegna fjármálakreppunnar. FIH bankinn er sem kunnugt í eigu íslenskra stjórnvalda eftir að Seðlabankinn veitti Kaupþingi, fyrrum eigenda FIH, neyðarlán s.l. haust skömmu áður en Kaupþing fór í þrot. Lánið var með allsherjarveði í FIH. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung tapaði FIH 297 milljónum danskra kr. eða rúmlega 6 milljörðum kr. eftir skatta á tímabilinu. Þetta er nærri hálfs milljarðs danskra kr. viðsnúningur til hins verra m.v. sama tímabil árið áður. Helsta ástæðan fyrir tapinu nú er kostnaður við endurskipulagningu bankans upp á 80 milljónir danskra kr. og afskriftir upp á tæplega 450 miljónir danskra kr. að því er segir í frétt um málið í Jyllands Posten.Í tilkynningu um uppgjörið segir að það sé ekki ásættanlegt. Hinsvegar er tekið fram að tapið á rekstrinum hafi ekkert með íslenska efnahagshrunið að gera. FIH hafi ekki haft neina áhættu á Íslandi, hvorki beint eða óbeint, og muni svo verða áfram. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku hefur sótt um 1,7 milljarða danskra kr. aðstoð, eða um 37 milljarða, frá dönskum stjórnvöldum. Umsóknin er í gegnum svokallaðan „bankpakke II" sem ætlaður er til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem eiga í erfiðleikum vegna fjármálakreppunnar. FIH bankinn er sem kunnugt í eigu íslenskra stjórnvalda eftir að Seðlabankinn veitti Kaupþingi, fyrrum eigenda FIH, neyðarlán s.l. haust skömmu áður en Kaupþing fór í þrot. Lánið var með allsherjarveði í FIH. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung tapaði FIH 297 milljónum danskra kr. eða rúmlega 6 milljörðum kr. eftir skatta á tímabilinu. Þetta er nærri hálfs milljarðs danskra kr. viðsnúningur til hins verra m.v. sama tímabil árið áður. Helsta ástæðan fyrir tapinu nú er kostnaður við endurskipulagningu bankans upp á 80 milljónir danskra kr. og afskriftir upp á tæplega 450 miljónir danskra kr. að því er segir í frétt um málið í Jyllands Posten.Í tilkynningu um uppgjörið segir að það sé ekki ásættanlegt. Hinsvegar er tekið fram að tapið á rekstrinum hafi ekkert með íslenska efnahagshrunið að gera. FIH hafi ekki haft neina áhættu á Íslandi, hvorki beint eða óbeint, og muni svo verða áfram.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira