Útlendingar mjólka danska skattkerfið 23. september 2009 09:54 Ríkissjóður Danmerkur er hreint sjálfsafgreiðslu hlaðborð fyrir hátt í 50.000 útlendinga sem vinna í landinu. Og það eru í raun engir möguleikar á að hafa stjórn á því. Ferðafrádráttur upp allt á 100.000 kr. danskar, eða 2,4 milljónir kr., barnabætur löng eftir heimkomuna og flótti til útlanda ef skattaskuld stendur eftir. Þannig hljómar neyðaróp í átta síðna bréfi sem blaðinu Börsen hefur borist, að því er virðist frá fjölda af örvæntingarfullum starfsmönnum dönsku skattstofunnar. Börsen hefur ekki tekist að upplýsa hverjir standi að baki bréfinu en skattasérfræðingur sem blaðið ráðfærði sig við segir að það geti aðeins komið af skrifstofum skattsins m.v. þær upplýsingar sem koma fram í því. Þær upplýsingar eru sláandi að mati Börsen en skattamisnotkunin er einkum bundin við starfsfólk frá austurhluta Evrópu. Samkvæmt bréfinu getur pólskur verkamaður fengið 12.000 danskrar kr., eða 290 þúsund kr., í barnabætur fyrir hvert af börnum sínum sem búa í Póllandi. Hann getur einnig fengið tvöfaldan persónufrádrátt eða 86.000 danskra kr. (rúmar 2 milljónir kr.) við að yfirfæra frádrátt fyrir eiginkonu sína þótt hún sé enn búsett í Póllandi. Samkvæmt fréttinni í Börsen þýða þessir skattafrádrættir og ýmsir fleiri sem tilgreindir eru í bréfinu að í raun borgi fjölmargir útlendingar sem vinna í Danmörku engan skatt þar í landi. Fari svo að þeir séu í þeim hóp sem borgar skatta, og skuldi þá, er einfalt að flytja aftur frá Danmörku og þar með frá skuldinni því skatturinn á nær enga möguleika að innheimta hana í því tilviki. Aðstoðarforstjóri Skat Udland, Ove Fournaise, segir í samtali við Börsen að innheimta á sköttum sem útlendingum ber að borga sé forgangsatriði hjá embætti hans. Hinsvegar viðurkennir hann að stjórn á slíku sé erfið. Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ríkissjóður Danmerkur er hreint sjálfsafgreiðslu hlaðborð fyrir hátt í 50.000 útlendinga sem vinna í landinu. Og það eru í raun engir möguleikar á að hafa stjórn á því. Ferðafrádráttur upp allt á 100.000 kr. danskar, eða 2,4 milljónir kr., barnabætur löng eftir heimkomuna og flótti til útlanda ef skattaskuld stendur eftir. Þannig hljómar neyðaróp í átta síðna bréfi sem blaðinu Börsen hefur borist, að því er virðist frá fjölda af örvæntingarfullum starfsmönnum dönsku skattstofunnar. Börsen hefur ekki tekist að upplýsa hverjir standi að baki bréfinu en skattasérfræðingur sem blaðið ráðfærði sig við segir að það geti aðeins komið af skrifstofum skattsins m.v. þær upplýsingar sem koma fram í því. Þær upplýsingar eru sláandi að mati Börsen en skattamisnotkunin er einkum bundin við starfsfólk frá austurhluta Evrópu. Samkvæmt bréfinu getur pólskur verkamaður fengið 12.000 danskrar kr., eða 290 þúsund kr., í barnabætur fyrir hvert af börnum sínum sem búa í Póllandi. Hann getur einnig fengið tvöfaldan persónufrádrátt eða 86.000 danskra kr. (rúmar 2 milljónir kr.) við að yfirfæra frádrátt fyrir eiginkonu sína þótt hún sé enn búsett í Póllandi. Samkvæmt fréttinni í Börsen þýða þessir skattafrádrættir og ýmsir fleiri sem tilgreindir eru í bréfinu að í raun borgi fjölmargir útlendingar sem vinna í Danmörku engan skatt þar í landi. Fari svo að þeir séu í þeim hóp sem borgar skatta, og skuldi þá, er einfalt að flytja aftur frá Danmörku og þar með frá skuldinni því skatturinn á nær enga möguleika að innheimta hana í því tilviki. Aðstoðarforstjóri Skat Udland, Ove Fournaise, segir í samtali við Börsen að innheimta á sköttum sem útlendingum ber að borga sé forgangsatriði hjá embætti hans. Hinsvegar viðurkennir hann að stjórn á slíku sé erfið.
Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf