Af lýðræðishalla ESB 23. janúar 2009 05:00 Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem valdir eru í beinum kosningum til Alþingis. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafarþinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. Ráðherrar og ríkisstjórn (framkvæmdavald) njóta þjónustu embættismanna í ráðuneytum viðkomandi ráðherra. Þeir embættismenn vinna fyrir hönd og í umboði ráðherra og eru gjarnan ráðnir af mörgum fyrirrennara hans. Þeir taka ákvarðanir í umboði ráðherrans sem t.a.m. binda einstaklinga og lögaðila. Þeir undirbúa reglugerðir sem grundvallast á lögum samþykktum af Alþingi sem ráðherra samþykkir og gefur út. Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Innan ESB er löggjafarvaldið sameiginlega í höndum ráðherraráðsins sem samanstendur af ráðherrum aðildarríkja ESB sem sitja í ríkisstjórnum þeirra og myndaðar hafa verið á grundvelli lýðræðisskipulags hvers aðildarríkis sem byggist á stjórnarskrám þeirra og Evrópuþingsins sem kosið er beinni kosningu í hverju og einu aðildarríki á fimm ára fresti. Framkvæmdavald ESB, framkvæmdastjórnin, („ríkisstjórn“) sem samanstendur af framkvæmdastjórum („ráðherrar“) er valið af aðildarríkjunum, þ.e ríkisstjórnum sem þegnar viðkomandi ríkis hafa kosið í lýðræðislegum kosningum og Evrópuþinginu (sem kosið er beinni kosningu af íbúum aðildarríkjanna). Framkvæmdastjórninni („ríkisstjórninni“) til halds og trausts eru embættismenn sem ráðnir hafa verið til starfa til að vinna fyrir framkvæmdavald ESB; framkvæmdastjórnina. Þeir undirbúa ákvarðanir framkvæmdastjóranna og framkvæmdastjórnarinnar og þær reglugerðir/tilskipanir sem framkvæmdastjórninni hefur verið heimilað að gefa út með samþykktum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins (löggjafarvaldi ESB). Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Getur svo einhver sagt okkur hvar hið ólýðræðislega skipulag ESB er í samanburði við hið fullkomna lýðræðislega íslenska stjórnskipulag? Getur líka einhver útskýrt fyrir okkur dauðlegum mönnum af hverju hver samtökin á fætur öðrum verja fjármagni sínu í að flytja inn Norðmenn til að útskýra fyrir Íslendingum hversu hrikalega vont þetta ESB er? Hefur engum dottið í hug að flytja inn fólk frá ESB-ríkjum sem þekkir þetta af eigin raun? Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem valdir eru í beinum kosningum til Alþingis. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafarþinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. Ráðherrar og ríkisstjórn (framkvæmdavald) njóta þjónustu embættismanna í ráðuneytum viðkomandi ráðherra. Þeir embættismenn vinna fyrir hönd og í umboði ráðherra og eru gjarnan ráðnir af mörgum fyrirrennara hans. Þeir taka ákvarðanir í umboði ráðherrans sem t.a.m. binda einstaklinga og lögaðila. Þeir undirbúa reglugerðir sem grundvallast á lögum samþykktum af Alþingi sem ráðherra samþykkir og gefur út. Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Innan ESB er löggjafarvaldið sameiginlega í höndum ráðherraráðsins sem samanstendur af ráðherrum aðildarríkja ESB sem sitja í ríkisstjórnum þeirra og myndaðar hafa verið á grundvelli lýðræðisskipulags hvers aðildarríkis sem byggist á stjórnarskrám þeirra og Evrópuþingsins sem kosið er beinni kosningu í hverju og einu aðildarríki á fimm ára fresti. Framkvæmdavald ESB, framkvæmdastjórnin, („ríkisstjórn“) sem samanstendur af framkvæmdastjórum („ráðherrar“) er valið af aðildarríkjunum, þ.e ríkisstjórnum sem þegnar viðkomandi ríkis hafa kosið í lýðræðislegum kosningum og Evrópuþinginu (sem kosið er beinni kosningu af íbúum aðildarríkjanna). Framkvæmdastjórninni („ríkisstjórninni“) til halds og trausts eru embættismenn sem ráðnir hafa verið til starfa til að vinna fyrir framkvæmdavald ESB; framkvæmdastjórnina. Þeir undirbúa ákvarðanir framkvæmdastjóranna og framkvæmdastjórnarinnar og þær reglugerðir/tilskipanir sem framkvæmdastjórninni hefur verið heimilað að gefa út með samþykktum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins (löggjafarvaldi ESB). Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Getur svo einhver sagt okkur hvar hið ólýðræðislega skipulag ESB er í samanburði við hið fullkomna lýðræðislega íslenska stjórnskipulag? Getur líka einhver útskýrt fyrir okkur dauðlegum mönnum af hverju hver samtökin á fætur öðrum verja fjármagni sínu í að flytja inn Norðmenn til að útskýra fyrir Íslendingum hversu hrikalega vont þetta ESB er? Hefur engum dottið í hug að flytja inn fólk frá ESB-ríkjum sem þekkir þetta af eigin raun? Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun