Viðskipti erlent

Aukin skattheimta á flugfélög til að hjálpa bönkunum

Alistair Darling
Alistair Darling
Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands hefur viðurkennt að hærri skattar á flugfélög séu settir á til þess að hjálpa bönkunum. Opinbera skýringin fyrir sköttunum er sú að þetta séu svokallaður umhverfisskattar. Darling er hinsvegar heiðarlegur í blöðunum í dag og segir þessa skattheimtu hafa verið nauðsynlega til þess að brúa bilið í ríkisfjármálunum.

Það er breska blaðið Dailymail sem segir frá þessu í dag en blaðið hefur reiknað út að þessi nýju skattar hækki flugfarið fyrir fjögurra manna fjölskyldu um 340 pund.

Flugfélög í landinu vöruðu við því í gær að skatheimtan gæti haft í för með sér að þúsundir yrðu atvinnulausir og þetta hefði ekkert með umhverfisleg sjónarmið að gera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×