Veitingahúsaveldi Gordons Ramsay var á barmi gjaldþrots 8. júlí 2009 09:49 Veitingahúsaveldi ofurkokksins og Íslandsvinarins Gordons Ramsay riðaði á barmi gjaldþrots í vor. Ramsay neyddist til að skjóta töluverðum upphæðum af persónulegum auðæfum sínum inn í reksturinn til að halda honum á floti. Samkvæmt frétt um málið í Dagens Industri nemur upphæðin sem Ramsay hefur notað til þessa rúmum milljarði kr. Hagnaður af rekstri þeirra veitingahúsa sem Ramsay rekur minnkaði um 90% í fyrra eða úr rúmum 3 milljónum punda og niður í rúmlega 383.000 pund. Á sama tíma minnkaði veltan um 14%. Ramsay hefur gripið til ýmissa sparnaðar- og hagræðingaraðgerða af þessum sökum. Hann hefur lokað veitingahúsum sínum í París, Prag og Los Angeles, stytt opnunartímann hjá öðrum veitingahúsa sinna og sagt upp um fjórðungi af starfsfólki sínu. Er nú talið að veitingahúsaveldið muni lifa af kreppuna. Þegar best lét opnaði Ramsay tíu veitingahús á tíu mánuðum og þegar veldi hans stóð sem hæst áður en fjármálakreppan skall á í fyrra voru 23 veitingahús í eigu hans og tengdaföður hans í gengum félagið Gordon Ramsay Holding. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Veitingahúsaveldi ofurkokksins og Íslandsvinarins Gordons Ramsay riðaði á barmi gjaldþrots í vor. Ramsay neyddist til að skjóta töluverðum upphæðum af persónulegum auðæfum sínum inn í reksturinn til að halda honum á floti. Samkvæmt frétt um málið í Dagens Industri nemur upphæðin sem Ramsay hefur notað til þessa rúmum milljarði kr. Hagnaður af rekstri þeirra veitingahúsa sem Ramsay rekur minnkaði um 90% í fyrra eða úr rúmum 3 milljónum punda og niður í rúmlega 383.000 pund. Á sama tíma minnkaði veltan um 14%. Ramsay hefur gripið til ýmissa sparnaðar- og hagræðingaraðgerða af þessum sökum. Hann hefur lokað veitingahúsum sínum í París, Prag og Los Angeles, stytt opnunartímann hjá öðrum veitingahúsa sinna og sagt upp um fjórðungi af starfsfólki sínu. Er nú talið að veitingahúsaveldið muni lifa af kreppuna. Þegar best lét opnaði Ramsay tíu veitingahús á tíu mánuðum og þegar veldi hans stóð sem hæst áður en fjármálakreppan skall á í fyrra voru 23 veitingahús í eigu hans og tengdaföður hans í gengum félagið Gordon Ramsay Holding.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira