Viðskipti erlent

Enn djúp kreppa í Bretlandi

Fjárlögin kynnt. Alistair Darling þykir hafa verið of bjartsýnn þegar hann sagði breskt efnahagslíf líklega dragast saman um 3,5 prósent á árinu. Fréttablaðið/AP
Fjárlögin kynnt. Alistair Darling þykir hafa verið of bjartsýnn þegar hann sagði breskt efnahagslíf líklega dragast saman um 3,5 prósent á árinu. Fréttablaðið/AP

Breska hagkerfið dróst saman um 1,9 prósent á fyrsta fjórungi ársins, samkvæmt gögnum bresku hagstofunnar. Niðurstaðan er 0,4 prósentustigum svartari en spáð var. Til samanburðar nam samdrátturinn 1,6 prósentum á síðasta fjórðungi í fyrra.

Þetta er þriðji fjórðungurinn sem samdráttar gætir í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir ljóst að landið glími enn við djúpa efnahagslægð. Harla óvíst sé hvort spá Alistair Darlings fjármálaráðherra frá á miðvikudag, um 3,5 prósenta efnahagssamdrátt á árinu, muni ganga eftir.- jab










Fleiri fréttir

Sjá meira


×