Buffett hraunar yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku 4. maí 2009 12:59 Warren Buffett stjórnarformaður Berkshire Hathaway notaði tækifærið á aðalfundi félagsins um helgina til þess að hrauna yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku sem leiddi til fjármálakreppunnar nú. Aðalfundir Berkshire hafa ætíð vakið mikla athygli og kallast raunar Woodstock fjármálaheimsins. Mætingin í ár sló öll met en 35.000 manns sóttu fundinn í Omaha Nebraska. Fundurinn nú var haldinn í skugga fyrstu niðursveiflu Berkshire í sögunni en félagið tapaði 35% af markaðsvirði sínu á síðasta ári. Það var þó augljóst að fundarmenn hafa enn trú á „spámanninum frá Omaha". Í umfjöllun Bloomberg og fleiri fjölmiðla segir að hörð gagnrýni kom fram í máli Buffett er hann ræddi um aðdraganda kreppunnar og ástæðurnar fyrir henni. Hann sagði m.a. að svo virtist sem bankamenn, tryggingarfélög og eftirlitsstofnanir hafi verið gersamlega blinduð gagnvart þeim möguleika að verð á íbúðahúsnæði gæti lækkað. Vanhæfni þeirra til að sjá þetta fyrir hafi skapað verstu kreppu í meira en hálfa öld. Buffett segir að Wall Street hafi selt undirmálslána úrganginn og síðan skellt skuldinni á fjölmiðla og eftirlitsaðila fyrir að sjá ekki áhættuna fyrirfram. „Ég held að allir sem tengdust fjármálaheiminum hafi komið að málinu," segir Buffett. „Sumt af þessu var græðgi, sumt var heimska og sumt var fólk sem sagði að aðrir hefðu gert þetta." Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Warren Buffett stjórnarformaður Berkshire Hathaway notaði tækifærið á aðalfundi félagsins um helgina til þess að hrauna yfir bankamenn fyrir græðgi og heimsku sem leiddi til fjármálakreppunnar nú. Aðalfundir Berkshire hafa ætíð vakið mikla athygli og kallast raunar Woodstock fjármálaheimsins. Mætingin í ár sló öll met en 35.000 manns sóttu fundinn í Omaha Nebraska. Fundurinn nú var haldinn í skugga fyrstu niðursveiflu Berkshire í sögunni en félagið tapaði 35% af markaðsvirði sínu á síðasta ári. Það var þó augljóst að fundarmenn hafa enn trú á „spámanninum frá Omaha". Í umfjöllun Bloomberg og fleiri fjölmiðla segir að hörð gagnrýni kom fram í máli Buffett er hann ræddi um aðdraganda kreppunnar og ástæðurnar fyrir henni. Hann sagði m.a. að svo virtist sem bankamenn, tryggingarfélög og eftirlitsstofnanir hafi verið gersamlega blinduð gagnvart þeim möguleika að verð á íbúðahúsnæði gæti lækkað. Vanhæfni þeirra til að sjá þetta fyrir hafi skapað verstu kreppu í meira en hálfa öld. Buffett segir að Wall Street hafi selt undirmálslána úrganginn og síðan skellt skuldinni á fjölmiðla og eftirlitsaðila fyrir að sjá ekki áhættuna fyrirfram. „Ég held að allir sem tengdust fjármálaheiminum hafi komið að málinu," segir Buffett. „Sumt af þessu var græðgi, sumt var heimska og sumt var fólk sem sagði að aðrir hefðu gert þetta."
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira