Viðskipti erlent

Gjaldmiðlaskiptasamningar fram á næsta ár

Gjaldmiðlaskiptasamningar þrettán seðlabanka við bandaríska seðlabankann áttu með réttu að renna út í október.
Gjaldmiðlaskiptasamningar þrettán seðlabanka við bandaríska seðlabankann áttu með réttu að renna út í október. Mynd/AP

Bandaríski seðlabankinn framlengdi í gær gjaldeyris­skiptasamninga við þrettán seðlabanka víða um heim fram til febrúar á næsta ári. Samningarnir, sem fyrst voru gerðir síðasta haust í gerningaveðri á fjármagnsmörkuðum, áttu að renna út í október.

Gjaldeyrissamningarnir fela í sér að erlendu seðlabankarnir geta sótt sér Bandaríkjaríkjadali og koma þar með í veg fyrir lausafjárþurrð í erlendri mynt.

Á meðal seðlabankanna þrettán eru norrænu bankarnir allir að Seðlabanka Íslands undanskildum.

Bandaríska dagblaðið Washington Post segir þetta auk annarra aðgerða bandaríska seðlabankans vísbendingar um að frosnir fjármálamarkaðirnir séu að þiðna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×