Vændishús tapa á kreppunni 2. júlí 2009 14:50 Enginn í viðskiptaheiminum hefur komist óskaddaður frá fjármálakreppunni sem hófst á síðasta ári. Það á einnig við um klámiðnaðinn en Nevada ríki í Bandaríkjunum er þekkt fyrir sín lögleiddu vændishús. Nú eru karlmenn meira að segja farnir að halda að sér höndum þegar kemur að kynlífi. Þegar best lét, námu tekjur vændishúsanna í Nevada ríki um fimmtíu milljónum Bandaríkjadollara eða rúmum 6,3 milljörðum króna. Fulltrúi frá samtökum vændishúsa segir að tekjur lélegustu vændihúsanna hafi dregist saman um 60-70% og þau allra vinsælustu hafa einnig fundið fyrir minni eftirspurn. Þar er lækkunin töluvert minni eða rúmlega 20% að meðaltali. Efnahagsniðursveiflan hefur dregið fleiri konur út í ólöglegt og löglegt vændi en viðskiptavinirnir halda að sér höndum. Verðið fyrir "stutt stefnumót" er á bilinu 75-250 Bandaríkjadalir eða á bilinu níu þúsund til rúmlega þrjátíu þúsund íslenskar krónur. Slíkt verðlag er undir mikilli pressu og eru sumar konur farnar að verðleggja þjónustu sína á hálfvirði miðað við það sem þær gerðu fyrir fáeinum árum. Vændishús hafa verið lögleg í Nevada fylki síðan á nítjándu öld en fylkið er það eina í Bandaríkjunum sem leyfir slíkt athæfi. Þess má geta að Las Vegas er stærsta borg Nevada fylkis. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Enginn í viðskiptaheiminum hefur komist óskaddaður frá fjármálakreppunni sem hófst á síðasta ári. Það á einnig við um klámiðnaðinn en Nevada ríki í Bandaríkjunum er þekkt fyrir sín lögleiddu vændishús. Nú eru karlmenn meira að segja farnir að halda að sér höndum þegar kemur að kynlífi. Þegar best lét, námu tekjur vændishúsanna í Nevada ríki um fimmtíu milljónum Bandaríkjadollara eða rúmum 6,3 milljörðum króna. Fulltrúi frá samtökum vændishúsa segir að tekjur lélegustu vændihúsanna hafi dregist saman um 60-70% og þau allra vinsælustu hafa einnig fundið fyrir minni eftirspurn. Þar er lækkunin töluvert minni eða rúmlega 20% að meðaltali. Efnahagsniðursveiflan hefur dregið fleiri konur út í ólöglegt og löglegt vændi en viðskiptavinirnir halda að sér höndum. Verðið fyrir "stutt stefnumót" er á bilinu 75-250 Bandaríkjadalir eða á bilinu níu þúsund til rúmlega þrjátíu þúsund íslenskar krónur. Slíkt verðlag er undir mikilli pressu og eru sumar konur farnar að verðleggja þjónustu sína á hálfvirði miðað við það sem þær gerðu fyrir fáeinum árum. Vændishús hafa verið lögleg í Nevada fylki síðan á nítjándu öld en fylkið er það eina í Bandaríkjunum sem leyfir slíkt athæfi. Þess má geta að Las Vegas er stærsta borg Nevada fylkis. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira