Viðskipti erlent

Vændishús tapa á kreppunni

Enginn í viðskiptaheiminum hefur komist óskaddaður frá fjármálakreppunni sem hófst á síðasta ári. Það á einnig við um klámiðnaðinn en Nevada ríki í Bandaríkjunum er þekkt fyrir sín lögleiddu vændishús. Nú eru karlmenn meira að segja farnir að halda að sér höndum þegar kemur að kynlífi.

Þegar best lét, námu tekjur vændishúsanna í Nevada ríki um fimmtíu milljónum Bandaríkjadollara eða rúmum 6,3 milljörðum króna. Fulltrúi frá samtökum vændishúsa segir að tekjur lélegustu vændihúsanna hafi dregist saman um 60-70% og þau allra vinsælustu hafa einnig fundið fyrir minni eftirspurn. Þar er lækkunin töluvert minni eða rúmlega 20% að meðaltali.

Efnahagsniðursveiflan hefur dregið fleiri konur út í ólöglegt og löglegt vændi en viðskiptavinirnir halda að sér höndum. Verðið fyrir "stutt stefnumót" er á bilinu 75-250 Bandaríkjadalir eða á bilinu níu þúsund til rúmlega þrjátíu þúsund íslenskar krónur.

Slíkt verðlag er undir mikilli pressu og eru sumar konur farnar að verðleggja þjónustu sína á hálfvirði miðað við það sem þær gerðu fyrir fáeinum árum.

Vændishús hafa verið lögleg í Nevada fylki síðan á nítjándu öld en fylkið er það eina í Bandaríkjunum sem leyfir slíkt athæfi.

Þess má geta að Las Vegas er stærsta borg Nevada fylkis.

Breska blaðið Guardian greinir frá þessu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×