Hlutabréf hafa hækkað of mikið, of snemma og of hratt 5. október 2009 13:15 Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári. Þessi orð lét Roubini, sem kennir við Háskólann í New York, falla í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í Istanbul um helgina. Hlutabréf hafa hækkað gífurlega í verði á helstu mörkuðum heimsins undanfarna sex mánuði. Þannig hefur S&P 500 vísitalan hækkað um 51% á þessum tíma og Dow Jones Stoxx 600 vísitalan í Evrópu um 48%. „Hinn raunverulegi efnahagur er vart farinn að rétta úr kútnum á meðan markaðarnir eru á þessari leið," segir Roubini. Hann segir að ef hagvöxtur taki ekki strax við sér muni..."markaðir að lokum staðna og laga sig að réttu verðmati. „Ég sé bil á milli þess hvað er að gerast á mörkuðunum og veikari raunstöðu á efnahagssviðinu." Roubini telur að til skamms tíma litið þurfi frekari aðgerðir til að ýta undir vöxt efnahagslífsins til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnun. „Hinsvegar eru auðveldir peningar þegar farnir að skapa eignabólu á hlutabréfamarkaðinum," segir Roubini. Prófessorinn telur sem sagt að á meðan verið sé að auka hagvöxt og koma í veg fyrir verðhjöðnun sé jafnframt verið að undirbúa jarðveginn fyrir næstu hringrás fjárhagslegs óstöðuleika Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári. Þessi orð lét Roubini, sem kennir við Háskólann í New York, falla í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í Istanbul um helgina. Hlutabréf hafa hækkað gífurlega í verði á helstu mörkuðum heimsins undanfarna sex mánuði. Þannig hefur S&P 500 vísitalan hækkað um 51% á þessum tíma og Dow Jones Stoxx 600 vísitalan í Evrópu um 48%. „Hinn raunverulegi efnahagur er vart farinn að rétta úr kútnum á meðan markaðarnir eru á þessari leið," segir Roubini. Hann segir að ef hagvöxtur taki ekki strax við sér muni..."markaðir að lokum staðna og laga sig að réttu verðmati. „Ég sé bil á milli þess hvað er að gerast á mörkuðunum og veikari raunstöðu á efnahagssviðinu." Roubini telur að til skamms tíma litið þurfi frekari aðgerðir til að ýta undir vöxt efnahagslífsins til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnun. „Hinsvegar eru auðveldir peningar þegar farnir að skapa eignabólu á hlutabréfamarkaðinum," segir Roubini. Prófessorinn telur sem sagt að á meðan verið sé að auka hagvöxt og koma í veg fyrir verðhjöðnun sé jafnframt verið að undirbúa jarðveginn fyrir næstu hringrás fjárhagslegs óstöðuleika
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf