Sjælsö Gruppen með góða sölu í Noregi upp á 3,5 milljarða 29. júní 2009 08:03 Danska fasteignafélagið Sjæsö Gruppen hefur selt þrjá verslunarkjarna í Noregi í gegnum dótturfélag sitt þar. Alls fengust 175 milljónir norskra kr. fyrir eignirnar eða rétt tæpir 3,5 milljarðar kr., og kalla danskir fjölmiðlar þetta góða sölu hjá Sjælsö. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding. Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen er ánægður með viðskiptin. Hann segir í samtali við RB-Börsen að það séu jákvæð teikn þegar fjársterkir fjárfestar komi fram á heimamarkaði sínum í þeim löndum sem Sjælsö starfar í. „Við lítum svo á að þeirri leiðréttingu sem við höfum séð á fasteignamarkaðinum sé lokið," segir Jensen Jensen bendir á að þótt verðin sem fengust fyrir þessar fasteignir Sjælsö nú séu mun lægri en fengist hefðu fyrir 1-2 árum síðan hefur byggingarkostnaður lækkað á móti. Hinsvegar sé mismunurinn mun minni en í gósentíðinni fyrir tveimur árum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjælsö til kauphallarinnar um þessa sölu eru verslunarkjarnarnir staðsettir í Gjövik, Porsgrunn og Moss. Tveir þeirra eru enn í byggingu og verða borgaðir eftir því sem verkinu miðaðar. Sá þriðji var þegar í notkun og því borgaður strax. Stærð þessara fasteigna er samtals 13.500 fm. Í tilkynningunni segir að Sjælsö standi við fyrri væntingar um hagnað af rekstrinum á þessu ári, þ.e. fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir. Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4,8 milljörðum kr. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Danska fasteignafélagið Sjæsö Gruppen hefur selt þrjá verslunarkjarna í Noregi í gegnum dótturfélag sitt þar. Alls fengust 175 milljónir norskra kr. fyrir eignirnar eða rétt tæpir 3,5 milljarðar kr., og kalla danskir fjölmiðlar þetta góða sölu hjá Sjælsö. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding. Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen er ánægður með viðskiptin. Hann segir í samtali við RB-Börsen að það séu jákvæð teikn þegar fjársterkir fjárfestar komi fram á heimamarkaði sínum í þeim löndum sem Sjælsö starfar í. „Við lítum svo á að þeirri leiðréttingu sem við höfum séð á fasteignamarkaðinum sé lokið," segir Jensen Jensen bendir á að þótt verðin sem fengust fyrir þessar fasteignir Sjælsö nú séu mun lægri en fengist hefðu fyrir 1-2 árum síðan hefur byggingarkostnaður lækkað á móti. Hinsvegar sé mismunurinn mun minni en í gósentíðinni fyrir tveimur árum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjælsö til kauphallarinnar um þessa sölu eru verslunarkjarnarnir staðsettir í Gjövik, Porsgrunn og Moss. Tveir þeirra eru enn í byggingu og verða borgaðir eftir því sem verkinu miðaðar. Sá þriðji var þegar í notkun og því borgaður strax. Stærð þessara fasteigna er samtals 13.500 fm. Í tilkynningunni segir að Sjælsö standi við fyrri væntingar um hagnað af rekstrinum á þessu ári, þ.e. fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir. Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4,8 milljörðum kr.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira