Segir spákaupmenn keyra upp olíuverðið 22. maí 2009 14:47 Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí. „Við áttum ekki von á að olíuverðið myndi hækka svona hratt á svo skömmum tíma. Þessi uppgangur er það sem komið hefur mér mest á óvart síðasta hálfa árið,"segir Törstad í samtali við vefsíðuna e24.no og bætir því við að spár þeirra um áramótin síðustu gerðu ráð fyrir að olíuverðið yrði í kringum 45 dollarar í dag. Törstad segir að grunntölurnar sýni að olíuverð ætti ekki fara hækkandi nú eins og raunin er. „Tölurnar tala sínu máli. Eftirspurnin minnkar stöðugt og olíubirgðirnar hlaðast upp," segir Törstad. „Það er fjármálamarkaðurinn og sálfærðin sem halda verðinu uppi." Törstad segir að lágt olíuverð komi efnahag og fyrirtækjum heimsins til góða. Sögulega séð hafi Dow Jones vísitalan hreyfst upp og niður öfugt við olíuverðið. Nú fari þetta tvennt saman. Hún skýrir þetta með því að fjármálamarkaðirnir hafi yfirtekið olíuviðskiptin. „Fjárfestar eru komnir yfir í olíuviðskiptin þannig að verðið stýrist í meira mæli af framtíðarbjartsýni og áhættusækni," segir Törstad. Hún nefnir einnig þá staðreynd að það voru fjármálamarkaðirnir sem keyrðu olíuverðið upp í 147 dollara á tunnuna í fyrra. „Og það voru einnig þeir sem sáu um að verðfallið varð gífurlegt síðasta haust," segir Törstad. „Uppganginum í olíuverðinu að undanförnu er stjórnað af spákaupmönnum." Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí. „Við áttum ekki von á að olíuverðið myndi hækka svona hratt á svo skömmum tíma. Þessi uppgangur er það sem komið hefur mér mest á óvart síðasta hálfa árið,"segir Törstad í samtali við vefsíðuna e24.no og bætir því við að spár þeirra um áramótin síðustu gerðu ráð fyrir að olíuverðið yrði í kringum 45 dollarar í dag. Törstad segir að grunntölurnar sýni að olíuverð ætti ekki fara hækkandi nú eins og raunin er. „Tölurnar tala sínu máli. Eftirspurnin minnkar stöðugt og olíubirgðirnar hlaðast upp," segir Törstad. „Það er fjármálamarkaðurinn og sálfærðin sem halda verðinu uppi." Törstad segir að lágt olíuverð komi efnahag og fyrirtækjum heimsins til góða. Sögulega séð hafi Dow Jones vísitalan hreyfst upp og niður öfugt við olíuverðið. Nú fari þetta tvennt saman. Hún skýrir þetta með því að fjármálamarkaðirnir hafi yfirtekið olíuviðskiptin. „Fjárfestar eru komnir yfir í olíuviðskiptin þannig að verðið stýrist í meira mæli af framtíðarbjartsýni og áhættusækni," segir Törstad. Hún nefnir einnig þá staðreynd að það voru fjármálamarkaðirnir sem keyrðu olíuverðið upp í 147 dollara á tunnuna í fyrra. „Og það voru einnig þeir sem sáu um að verðfallið varð gífurlegt síðasta haust," segir Törstad. „Uppganginum í olíuverðinu að undanförnu er stjórnað af spákaupmönnum."
Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira