Víða erlendis meiri samdráttur en í íslenska hagkerfinu 4. september 2009 11:11 Í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem heimurinn hefur verið að takast á við undanfarið hafa ýmis önnur hagkerfi verið að dragast mun meira saman en hið íslenska. Má nefna að í Litháen var samdrátturinn 20,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 18,2% í Lettlandi. Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Íslandsbanka í Morgunkorni sínu. Þar segir ennfremur að 16,6% samdráttur var í Eistlandi, 9% samdráttur í Slóveníu og 8,8% samdráttur í Rúmeníu. Í ESB löndunum var 4,8% samdráttur á þessu tímabili, 3,9% samdráttur í Bandaríkjunum og 6,5% samdráttur í Japan. Samdráttur í landsframleiðslu á fyrri helmingi þessa árs var 5,5% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Þetta er umtalsverður samdráttur og meiri en sést hefur hér á landi um árabil. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Tölurnar sem Hagstofan birti í morgun benda til þess að samdrátturinn í ár verði öllu minni en fyrstu hagspár ársins hljóðuðu upp á. Þannig spáði fjármálaráðuneytið því í janúar að samdrátturinn í landsframleiðslu í ár yrði 9,6% og á sama tíma spáði Seðlabankinn 9,9% samdrætti. Mikill samdráttur var kominn í bæði neyslu og fjárfestingu á seinni hluta síðastliðins árs og ólíklegt að sá samdráttur endurtaki sig í sama magni á seinni hluta þessa árs. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og líkt og áður sagði um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Líklegt er að niðurstaðan verði eitthvað í takti við nýjustu spá OECD fyrir Ísland sem spáir 7% samdrætti í ár. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem heimurinn hefur verið að takast á við undanfarið hafa ýmis önnur hagkerfi verið að dragast mun meira saman en hið íslenska. Má nefna að í Litháen var samdrátturinn 20,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 18,2% í Lettlandi. Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Íslandsbanka í Morgunkorni sínu. Þar segir ennfremur að 16,6% samdráttur var í Eistlandi, 9% samdráttur í Slóveníu og 8,8% samdráttur í Rúmeníu. Í ESB löndunum var 4,8% samdráttur á þessu tímabili, 3,9% samdráttur í Bandaríkjunum og 6,5% samdráttur í Japan. Samdráttur í landsframleiðslu á fyrri helmingi þessa árs var 5,5% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Þetta er umtalsverður samdráttur og meiri en sést hefur hér á landi um árabil. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Tölurnar sem Hagstofan birti í morgun benda til þess að samdrátturinn í ár verði öllu minni en fyrstu hagspár ársins hljóðuðu upp á. Þannig spáði fjármálaráðuneytið því í janúar að samdrátturinn í landsframleiðslu í ár yrði 9,6% og á sama tíma spáði Seðlabankinn 9,9% samdrætti. Mikill samdráttur var kominn í bæði neyslu og fjárfestingu á seinni hluta síðastliðins árs og ólíklegt að sá samdráttur endurtaki sig í sama magni á seinni hluta þessa árs. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og líkt og áður sagði um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Líklegt er að niðurstaðan verði eitthvað í takti við nýjustu spá OECD fyrir Ísland sem spáir 7% samdrætti í ár.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira