Hátt heimsmarkaðsverð á gulli veldur áhyggjum 4. september 2009 08:58 Heimsmarkaðsverð á gulli er nú að ná því hámarki sem það náði í fyrra um það bil sem efnahagur heimsins hrundi. Verðið er nú rétt við 1.000 dollara fyrir únsuna og náði raunar 997,2 dollurum um tíma á markaðinum síðdegis í gær. Í fréttum um málið bæði á CNN og Reuters kemur fram að gullverðið sló met í mars í fyrra þegar það fór í 1.014 dollara fyrir únsuna. Í febrúar í ár fór verðið aftur hátt í 1.000 dollara vegna ótta fólks um að stórir bankar á borð við Citigroup og Bank of America væru að komast í hendur stjórnvalda vestan hafs. Af þessu tilefni setur CNN fram þá spurningu hvort að nýtt fjármálahrun sé í uppsiglingu því það eru engar augljósar skýringar til að hinni miklu verðhækkun á gulli þessa dagana. Svarið er þó kannski ekki eins grafalvarlegt. Sennilegt er talið að fjárfestar hafi ekki lengur trú á því að uppsveiflan á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði muni halda áfram af sama krafti. Og fjárfestar hafa auk þess áhyggjur af því að veiking dollarans, í kjölfara risavaxinna aðgerða Bandaríkjastjórnar til aðstoðar fjármálastofnunum þar í landi, muni auka áhættuna á verðbólgu. Þeir sérfræðingar sem Reuters ræðir við um málið nefna einnig t.d. að á óvissutímum er gull yfirleitt það sem fjárfestar leita skjóls í. Og einn nefnir að svo virðist sem verð á ýmsum hrávörum hafi náð hámarki í bili og í slíkri stöðu leiti menn oft í gull með peninga sína. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á gulli er nú að ná því hámarki sem það náði í fyrra um það bil sem efnahagur heimsins hrundi. Verðið er nú rétt við 1.000 dollara fyrir únsuna og náði raunar 997,2 dollurum um tíma á markaðinum síðdegis í gær. Í fréttum um málið bæði á CNN og Reuters kemur fram að gullverðið sló met í mars í fyrra þegar það fór í 1.014 dollara fyrir únsuna. Í febrúar í ár fór verðið aftur hátt í 1.000 dollara vegna ótta fólks um að stórir bankar á borð við Citigroup og Bank of America væru að komast í hendur stjórnvalda vestan hafs. Af þessu tilefni setur CNN fram þá spurningu hvort að nýtt fjármálahrun sé í uppsiglingu því það eru engar augljósar skýringar til að hinni miklu verðhækkun á gulli þessa dagana. Svarið er þó kannski ekki eins grafalvarlegt. Sennilegt er talið að fjárfestar hafi ekki lengur trú á því að uppsveiflan á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði muni halda áfram af sama krafti. Og fjárfestar hafa auk þess áhyggjur af því að veiking dollarans, í kjölfara risavaxinna aðgerða Bandaríkjastjórnar til aðstoðar fjármálastofnunum þar í landi, muni auka áhættuna á verðbólgu. Þeir sérfræðingar sem Reuters ræðir við um málið nefna einnig t.d. að á óvissutímum er gull yfirleitt það sem fjárfestar leita skjóls í. Og einn nefnir að svo virðist sem verð á ýmsum hrávörum hafi náð hámarki í bili og í slíkri stöðu leiti menn oft í gull með peninga sína.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf