Seðlabankar heimsins á flótta frá dollaranum 12. október 2009 09:05 Dollarinn virðist vera að tapa hlutverki sínu sem gjaldeyrisforðamynt seðlabanka heimsins. Seðlabankarnir eru nú á flótta frá dollaranum og vilja frekar hafa gjaldeyrisforða sinn í evrum og jenum. Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að samkvæmt útreikningum var gjaldeyrisforði heimsins í heild 7.300 milljarðar dollara á síðasta ársfjórðung sem er það mesta í sögunni. Af þessari upphæð voru hinsvegar 63% í evrum og jenum. Samkvæmt fréttinni er ástæðan fyrir þessu háa hlutfalli af evrum og jenum sú að bandaríkjastjórn undir forystu Barack Obama hefur valið að sætta sig við lágt gengi dollarans til þess að gangsetja á ný útflutningsiðnað Bandaríkjanna. „Það lítur út fyrir að seðlabankarnir séu í raun að bakka frá dollaranum," segir Steven Englander myntsérfræðingur hjá Barlays í New York. Dollarinn hefur veikst um 10,3% á síðustu sex mánuðum miðað við meðaltal annarra mynta. Bloomberg segir að ekkert bendi til þess að dollarinn muni vinna það tap upp í náinni framtíð. Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dollarinn virðist vera að tapa hlutverki sínu sem gjaldeyrisforðamynt seðlabanka heimsins. Seðlabankarnir eru nú á flótta frá dollaranum og vilja frekar hafa gjaldeyrisforða sinn í evrum og jenum. Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að samkvæmt útreikningum var gjaldeyrisforði heimsins í heild 7.300 milljarðar dollara á síðasta ársfjórðung sem er það mesta í sögunni. Af þessari upphæð voru hinsvegar 63% í evrum og jenum. Samkvæmt fréttinni er ástæðan fyrir þessu háa hlutfalli af evrum og jenum sú að bandaríkjastjórn undir forystu Barack Obama hefur valið að sætta sig við lágt gengi dollarans til þess að gangsetja á ný útflutningsiðnað Bandaríkjanna. „Það lítur út fyrir að seðlabankarnir séu í raun að bakka frá dollaranum," segir Steven Englander myntsérfræðingur hjá Barlays í New York. Dollarinn hefur veikst um 10,3% á síðustu sex mánuðum miðað við meðaltal annarra mynta. Bloomberg segir að ekkert bendi til þess að dollarinn muni vinna það tap upp í náinni framtíð.
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf