Royal Unibrew býr sig undir það versta í Lettlandi 14. júní 2009 08:55 Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna. Royal Unibrew, sem er að 20% í eigu Stoða og Straums, hefur þegar gripið til varúðarráðstafanna eins og fleiri dönsk fyrirtæki að þvi er segir í Berlingske Tidende. Unibrew er stærsti framleiðandi að gos- og safadrykkjum í Eystrasaltslöndunum þremur Lettlandi, Eistlandi og Litháen og þriðji stærsti ölframleiðandinn. Unibrew hefur m.a. sagt upp 20% af starfsfólki í dótturfelagi sínu Cido í Lettlandi. Jesper Colding forstjóri Unibrew í Eystrasaltslöndunum segir að þeir séu undirbúnir fyrir það versta. "Við höfum nú í langan tíma undirbúið okkur og erum með viðbragðsáætlanir klárar," segir Colding í samtali við blaðið. "Við höfum einbeitt okkar að kostnaði og notkun á rekstrarfé og höfum gætt þess að nægilegur sveigjanleiki sé í til staðar í skipulagi okkar." Lettneska þingið tekur í dag afstöðu til verulegs niðurskurðar í ríkisfjármálum landsins en niðurskurðinum er ætlað að minnka skuldir hins opinbera þannig að fjárlagahallinn fari niður í 5% af landsframleiðslu. M.a. er gert ráð fyrir að laun opinberra starfsmanna verði lækkuð um 20% yfir alla línuna. Þar að auki eru framundan uppsagnir í stjórnkerfinu og niðurskurður á velferðarþjónustu landsins. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt þessar áætlanir en þær eru undirstaðan að frekari aðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) við Lettland. Landið þarf milljarða evra að láni í viðbót vegna stjarnfræðilegs halla á ríkissjóði. Berlinske segir að ef ráðamönnum Lettlands takist ekki að sannfæra ESB og AGS um að þessar ráðstafanir dugi gæti gjaldmiðill landsins hrunið. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna. Royal Unibrew, sem er að 20% í eigu Stoða og Straums, hefur þegar gripið til varúðarráðstafanna eins og fleiri dönsk fyrirtæki að þvi er segir í Berlingske Tidende. Unibrew er stærsti framleiðandi að gos- og safadrykkjum í Eystrasaltslöndunum þremur Lettlandi, Eistlandi og Litháen og þriðji stærsti ölframleiðandinn. Unibrew hefur m.a. sagt upp 20% af starfsfólki í dótturfelagi sínu Cido í Lettlandi. Jesper Colding forstjóri Unibrew í Eystrasaltslöndunum segir að þeir séu undirbúnir fyrir það versta. "Við höfum nú í langan tíma undirbúið okkur og erum með viðbragðsáætlanir klárar," segir Colding í samtali við blaðið. "Við höfum einbeitt okkar að kostnaði og notkun á rekstrarfé og höfum gætt þess að nægilegur sveigjanleiki sé í til staðar í skipulagi okkar." Lettneska þingið tekur í dag afstöðu til verulegs niðurskurðar í ríkisfjármálum landsins en niðurskurðinum er ætlað að minnka skuldir hins opinbera þannig að fjárlagahallinn fari niður í 5% af landsframleiðslu. M.a. er gert ráð fyrir að laun opinberra starfsmanna verði lækkuð um 20% yfir alla línuna. Þar að auki eru framundan uppsagnir í stjórnkerfinu og niðurskurður á velferðarþjónustu landsins. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt þessar áætlanir en þær eru undirstaðan að frekari aðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) við Lettland. Landið þarf milljarða evra að láni í viðbót vegna stjarnfræðilegs halla á ríkissjóði. Berlinske segir að ef ráðamönnum Lettlands takist ekki að sannfæra ESB og AGS um að þessar ráðstafanir dugi gæti gjaldmiðill landsins hrunið.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira