Royal Unibrew býr sig undir það versta í Lettlandi 14. júní 2009 08:55 Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna. Royal Unibrew, sem er að 20% í eigu Stoða og Straums, hefur þegar gripið til varúðarráðstafanna eins og fleiri dönsk fyrirtæki að þvi er segir í Berlingske Tidende. Unibrew er stærsti framleiðandi að gos- og safadrykkjum í Eystrasaltslöndunum þremur Lettlandi, Eistlandi og Litháen og þriðji stærsti ölframleiðandinn. Unibrew hefur m.a. sagt upp 20% af starfsfólki í dótturfelagi sínu Cido í Lettlandi. Jesper Colding forstjóri Unibrew í Eystrasaltslöndunum segir að þeir séu undirbúnir fyrir það versta. "Við höfum nú í langan tíma undirbúið okkur og erum með viðbragðsáætlanir klárar," segir Colding í samtali við blaðið. "Við höfum einbeitt okkar að kostnaði og notkun á rekstrarfé og höfum gætt þess að nægilegur sveigjanleiki sé í til staðar í skipulagi okkar." Lettneska þingið tekur í dag afstöðu til verulegs niðurskurðar í ríkisfjármálum landsins en niðurskurðinum er ætlað að minnka skuldir hins opinbera þannig að fjárlagahallinn fari niður í 5% af landsframleiðslu. M.a. er gert ráð fyrir að laun opinberra starfsmanna verði lækkuð um 20% yfir alla línuna. Þar að auki eru framundan uppsagnir í stjórnkerfinu og niðurskurður á velferðarþjónustu landsins. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt þessar áætlanir en þær eru undirstaðan að frekari aðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) við Lettland. Landið þarf milljarða evra að láni í viðbót vegna stjarnfræðilegs halla á ríkissjóði. Berlinske segir að ef ráðamönnum Lettlands takist ekki að sannfæra ESB og AGS um að þessar ráðstafanir dugi gæti gjaldmiðill landsins hrunið. Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna. Royal Unibrew, sem er að 20% í eigu Stoða og Straums, hefur þegar gripið til varúðarráðstafanna eins og fleiri dönsk fyrirtæki að þvi er segir í Berlingske Tidende. Unibrew er stærsti framleiðandi að gos- og safadrykkjum í Eystrasaltslöndunum þremur Lettlandi, Eistlandi og Litháen og þriðji stærsti ölframleiðandinn. Unibrew hefur m.a. sagt upp 20% af starfsfólki í dótturfelagi sínu Cido í Lettlandi. Jesper Colding forstjóri Unibrew í Eystrasaltslöndunum segir að þeir séu undirbúnir fyrir það versta. "Við höfum nú í langan tíma undirbúið okkur og erum með viðbragðsáætlanir klárar," segir Colding í samtali við blaðið. "Við höfum einbeitt okkar að kostnaði og notkun á rekstrarfé og höfum gætt þess að nægilegur sveigjanleiki sé í til staðar í skipulagi okkar." Lettneska þingið tekur í dag afstöðu til verulegs niðurskurðar í ríkisfjármálum landsins en niðurskurðinum er ætlað að minnka skuldir hins opinbera þannig að fjárlagahallinn fari niður í 5% af landsframleiðslu. M.a. er gert ráð fyrir að laun opinberra starfsmanna verði lækkuð um 20% yfir alla línuna. Þar að auki eru framundan uppsagnir í stjórnkerfinu og niðurskurður á velferðarþjónustu landsins. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt þessar áætlanir en þær eru undirstaðan að frekari aðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) við Lettland. Landið þarf milljarða evra að láni í viðbót vegna stjarnfræðilegs halla á ríkissjóði. Berlinske segir að ef ráðamönnum Lettlands takist ekki að sannfæra ESB og AGS um að þessar ráðstafanir dugi gæti gjaldmiðill landsins hrunið.
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira