Viðskipti erlent

GM semur við kínverskan bílaframleiðanda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórnendur General Motors hafa skrifað undir 293 milljóna dala samning við kínverska ríkisbílaframleiðandann FAW um framleiðslu léttra flutningabíla og smárúta. Samningsfjárhæðin samsvarar tæpum 37 milljörðum íslenskra króna.

Breska fréttastofan BBC segir að bílarnir verði til að byrja með seldir í Kína undir merkjum FAW en verði svo hugsanlega fluttir út undir merkjum GM. Bílarnir verða framleiddir í verksmiðjum FAW í borgunum Changchun og Harbin.

GM seldi rösklega 818 þúsund farartæki í Kína á fyrstu sex mánuðum þessa árs en rösklega eina milljón bifreiða árið 2008. Mesta eftirspurnin var eftir smárútum og öðrum smærri farartækjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×