Viðskipti erlent

Enn miklar afskriftir lána hjá Danske Bank

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Stærsti banki Danmerkur, Danske Bank, skilaði lakari afkomutölum á öðrum ársfjórðungi en reiknað hafði verið með. Forsvarsmenn bankans segja að  ástæðuna megi að miklu leyti rekja til mikilla afskrifta lána.

Hagnaður bankans fyrir skatta nam um 892 milljónum íslenskra króna sem er lakari afkoma en sérfræðingar höfðu búist við. Ástæðuna má að miklu leyti rekja til afskrifta lána en forstjóri bankans telur að slíkar afskriftir munu að öllum líkindum halda áfram út árið.

„Ýmsir þættir í efnahagslífinu benda til þess að stöðugleiki sé í burðarliðnum en við eigum enn eftir að sjá skýr merki þess," segir forstjóri bankans, Peter Staarup, í yfirlýsingu frá bankanum.

Hann bætti auk þess við að afkoma bankans hafi verið í samræmi við væntingar forsvarsmanna bankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×