Viðskipti erlent

Citigroup gæti þurft 10 milljarða dala frá ríkinu í viðbót

Citigroup gæti þurft 10 milljarða í viðbót.
Citigroup gæti þurft 10 milljarða í viðbót.
Bandaríski bankinn Citigroup gæti þurft á 10 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 1270 milljarða íslenskra króna, að halda í nýtt hlutafé þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fer yfir niðurstöður álagsprófa sem verið er að gera á bönkunum. Þetta er fullyrt í Wall Street Journal.

Bankinn hefur þegar þegið 45 milljarða dala frá ríkinu frá því á síðari hluta ársins 2008. „Bankinn er, líkt og margir aðrir, í samningaviðræðum við Seðlabankann og gæti komist af með töluvert minna fé ef stjórnendum hans tekst að sannfæra eftirlitsaðila um stöðu bankans," segir í frétt Wall Street Journal.

Heimildir AFP fréttastofunnar herma að yfirvöld í Bandaríkjunum muni á fimmtudaginn opinbera niðurstöður álagsprófa á 19 stærstu banka í Bandaríkjunum sem hafa þegið opinbera aðstoð í fjármálakreppunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×