Samstarfsfélag Símans í Bretlandi skráð á markað 28. júní 2009 08:56 Daisy Communications, samstarfsfélag Símans í Bretlandi verður skráð á AIM markaðinn í London á næstunni, jafnvel strax í þessari viku. Talið er að skráningin skili 200 milljónum punda eða um 42 milljörðum kr. Daisy og Síminn reka í sameiningu félagið Daisy Mobile á breska fjarskiptamarkaðinum. Í frétt um málið í breska blaðinu The Times segir að samhliða skráningunni sé Daisy að afla sér fjármagns til þess að kaupa eða yfirtaka önnur félög. Daisy hefur vaxið einna hraðast af félögum á breska fjarskiptamarkaðinum á undanförnum árum. Matthew Riley forstjóri Daisy hlaut viðurkenningu sem viðskiptamaður ársins hjá Royal Bank of Scotland árið 2007 og hefur verið á miklu flugi síðan. Viðurkenningunni fylgdu fimm milljónir punda í vaxtalausu láni og ráðgjöf frá sir Philip Green. Talið er að Green hafi ráðlagt honum að setja Daisy á markaðinn núna. Daisy á í viðræðum um samruna við Freedon4Group, áður þekkt sem Pipex, og Vialtus fyrrum fyrirtækjaþjónustu Pipex á fjarskiptasviðinu. Gangi þetta eftir fyrir skráninguna mun Riley eignast 25% hlut í hinu sameinaða félagi og fær um 30 milljónir punda í reiðufé í sinn hlut. Áætlað er að velta hins sameinaða félags nemi 100 milljónum punda á ári. Síminn sameinaði félag sitt í Bretlandi, Aerofone UK, við breska félagið og myndað nýtt félag undir heitinu Daisy Mobile í síðasta mánuði. Um var að ræða fyrsta samninginn sem Daisy gerði á þessu fjárhagsári. Samningurinn gerir Daisy kleyft að auka við umfangið á fastlínukerfi sínu með því að fá inn sérhæfða farsímaþjónustu fyrir smærri til meðalstór fyrirtæki í Bretlandi. Matthew Riley forstjóri Daisy var ánægður með sameiningu félaganna. Verkefnið væri árangur af leit Daisy að farsímaþjónustu sem staðið hafi í nokkurn tíma. „Við erum hæstánægðir með að tækifærið með Aerofone kom upp," sagði Riley í tilkynningu um málið. „Aerofone er augljóslega þekkt merki á farsímasviðinu." Riley var áður sölumaður hjá Deutche Telekom en hann stofnaði Daisy árið 2001 í Leeds og var þá með þrjá starfsmenn. Nú ætlar hann að berjast við BT á breska markaðinum en BT ræður 60% af honum. „Við ætlum að vera Davíð á móti þeirra Golíat," segir Riley. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Daisy Communications, samstarfsfélag Símans í Bretlandi verður skráð á AIM markaðinn í London á næstunni, jafnvel strax í þessari viku. Talið er að skráningin skili 200 milljónum punda eða um 42 milljörðum kr. Daisy og Síminn reka í sameiningu félagið Daisy Mobile á breska fjarskiptamarkaðinum. Í frétt um málið í breska blaðinu The Times segir að samhliða skráningunni sé Daisy að afla sér fjármagns til þess að kaupa eða yfirtaka önnur félög. Daisy hefur vaxið einna hraðast af félögum á breska fjarskiptamarkaðinum á undanförnum árum. Matthew Riley forstjóri Daisy hlaut viðurkenningu sem viðskiptamaður ársins hjá Royal Bank of Scotland árið 2007 og hefur verið á miklu flugi síðan. Viðurkenningunni fylgdu fimm milljónir punda í vaxtalausu láni og ráðgjöf frá sir Philip Green. Talið er að Green hafi ráðlagt honum að setja Daisy á markaðinn núna. Daisy á í viðræðum um samruna við Freedon4Group, áður þekkt sem Pipex, og Vialtus fyrrum fyrirtækjaþjónustu Pipex á fjarskiptasviðinu. Gangi þetta eftir fyrir skráninguna mun Riley eignast 25% hlut í hinu sameinaða félagi og fær um 30 milljónir punda í reiðufé í sinn hlut. Áætlað er að velta hins sameinaða félags nemi 100 milljónum punda á ári. Síminn sameinaði félag sitt í Bretlandi, Aerofone UK, við breska félagið og myndað nýtt félag undir heitinu Daisy Mobile í síðasta mánuði. Um var að ræða fyrsta samninginn sem Daisy gerði á þessu fjárhagsári. Samningurinn gerir Daisy kleyft að auka við umfangið á fastlínukerfi sínu með því að fá inn sérhæfða farsímaþjónustu fyrir smærri til meðalstór fyrirtæki í Bretlandi. Matthew Riley forstjóri Daisy var ánægður með sameiningu félaganna. Verkefnið væri árangur af leit Daisy að farsímaþjónustu sem staðið hafi í nokkurn tíma. „Við erum hæstánægðir með að tækifærið með Aerofone kom upp," sagði Riley í tilkynningu um málið. „Aerofone er augljóslega þekkt merki á farsímasviðinu." Riley var áður sölumaður hjá Deutche Telekom en hann stofnaði Daisy árið 2001 í Leeds og var þá með þrjá starfsmenn. Nú ætlar hann að berjast við BT á breska markaðinum en BT ræður 60% af honum. „Við ætlum að vera Davíð á móti þeirra Golíat," segir Riley.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira