Ráðgjöf um íslensku bankana gagnrýnd á breska þinginu 28. október 2009 09:33 Breskir þingmenn hafa gagnrýnt hve eftirlitsstofnanir með fjármálafyrirtækjum í Bretlandi hafa verið tregar til að rannsaka þá ráðgjöf sem bresk bæjar-og sveitarfélög fengu í tengslum við fjárfestingar sínar hjá íslensku bönkunum áður en þeir komust í þrot í fyrra. Meðlimir þingnefndar sem fjallar um sveitarstjórnarmál á breska þinginu telja að breska fjármálaeftirlitið (FSA) hafi átt að láta mun meira til sín taka hvað þetta mál varðar. Í frétt um málið á BBC segir að nefndin ætli að taka málið upp við FSA og fylgja því eftir. Sem kunnugt er af fréttum frusu innistæður upp á milljarð punda, eða rúmlega 200 milljarða kr., inni á reikningum breskra bæjar- og sveitarfélaga þegar íslensku bankarnir hrundu. Inn í þeirri upphæð eru einnig innistæður ýmissa opinberra stofnana í Bretlandi sem og góðgerðasamtaka. Óljóst er hve mikið endurheimtist af þessu fé. FSA segir að gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast þar sem eftirlitið hafi ekki haft vald til íhlutunar hvað þetta varðar þar sem ráðgjöf um innistæður og fjárfestingar sé utan starfssviðs etirlitsins. Í skýrslu sem birtist í júní s.l. sem var unnin af þverpólitískum hópi breskra þingmanna var hvatt til þess að rannsókn hæfist strax á því með hvaða hætti umræddri ráðgjöf var háttað. Í skýrslunni var gagnrýnt hve fjármálastjórar bæjar- og sveitarfélaganna hefðu stuðst mikið við upplýsingar alþjóðlegra matsfyrirtækja og fjármálaráðgjafa. Phyllis Starkey formaður þingnefndarinnar segir að svör FSA við skýrslunni gefi í skyn að ekkert eftirlit sé með ráðgjöf af þessu tagi. „FSA hefur þar að auki neitað að rannsaka áhyggjur okkar af því að í sumum tilvikum kunni að hafa verið um hagsmunaárekstra að ræða," segir Starkey. „Í ljósi þess um hve miklar upphæðir er að ræða veldur þetta okkur áhyggjum." Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breskir þingmenn hafa gagnrýnt hve eftirlitsstofnanir með fjármálafyrirtækjum í Bretlandi hafa verið tregar til að rannsaka þá ráðgjöf sem bresk bæjar-og sveitarfélög fengu í tengslum við fjárfestingar sínar hjá íslensku bönkunum áður en þeir komust í þrot í fyrra. Meðlimir þingnefndar sem fjallar um sveitarstjórnarmál á breska þinginu telja að breska fjármálaeftirlitið (FSA) hafi átt að láta mun meira til sín taka hvað þetta mál varðar. Í frétt um málið á BBC segir að nefndin ætli að taka málið upp við FSA og fylgja því eftir. Sem kunnugt er af fréttum frusu innistæður upp á milljarð punda, eða rúmlega 200 milljarða kr., inni á reikningum breskra bæjar- og sveitarfélaga þegar íslensku bankarnir hrundu. Inn í þeirri upphæð eru einnig innistæður ýmissa opinberra stofnana í Bretlandi sem og góðgerðasamtaka. Óljóst er hve mikið endurheimtist af þessu fé. FSA segir að gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast þar sem eftirlitið hafi ekki haft vald til íhlutunar hvað þetta varðar þar sem ráðgjöf um innistæður og fjárfestingar sé utan starfssviðs etirlitsins. Í skýrslu sem birtist í júní s.l. sem var unnin af þverpólitískum hópi breskra þingmanna var hvatt til þess að rannsókn hæfist strax á því með hvaða hætti umræddri ráðgjöf var háttað. Í skýrslunni var gagnrýnt hve fjármálastjórar bæjar- og sveitarfélaganna hefðu stuðst mikið við upplýsingar alþjóðlegra matsfyrirtækja og fjármálaráðgjafa. Phyllis Starkey formaður þingnefndarinnar segir að svör FSA við skýrslunni gefi í skyn að ekkert eftirlit sé með ráðgjöf af þessu tagi. „FSA hefur þar að auki neitað að rannsaka áhyggjur okkar af því að í sumum tilvikum kunni að hafa verið um hagsmunaárekstra að ræða," segir Starkey. „Í ljósi þess um hve miklar upphæðir er að ræða veldur þetta okkur áhyggjum."
Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf