Fyrrum Ikea-forstjóri meðeigandi Straums í Biva 27. ágúst 2009 10:14 Anders Moberg fyrrum forstjóri Ikea er orðinn meðeigandi Straums að húsgagnaverslsunarkeðjunni Biva í Danmörku. Moberg mun jafnframt verða stjórnarformaður Biva. Straumur keypti Biva s.l. vetur, en keðjan var þá í greiðslustöðvun, af fjárfestingarsjóðunum Odin Equity Partners og Dania Capital en sjóðirnir voru að hluta til í eigu Henry Johansen, stofnandi Biva og dóttir hans Mille. Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Oscar Crohn forstjóra Straums í Danmörku að Moberg og Carsten Normann forstjóri Biva hafi farið í saumana á starfsemi Biva og samhliða því verki hafi verið rætt við Moberg um að hann kæmi að rekstri Biva. „Við erum mjög ánægðir með að maður á borð við Anders Moberg hafi nú ákveðið að koma inn sem stjórnarformaður Biva Möbler", segir Chrohn. Moberg, sem er 59 ára gamall, starfaði sem forstjóri Ikea í 13 ár en hafði áður verið í toppstöðum hjá Royal Ahold og Home Depot. Nú notar Moberg tíma sinn til stjórnarsetu í ýmsum stórfyrirtækjum þar á meðal DFDS, Husqvarna AB oig Clas Ohlson AB. „Ég sé mikla möguleika að styrkja rekstur Biva Möbler á komandi árum," segir Moberg í samtali við börsen. „Í fyrstu munum við sinna sem best þeim verslunum og viðskiptavinum sem við þegar höfum en síðan munum við auka við starfsemina." Biva Möbler rekur nú 54 verlsanir í Danmörku og eru starfsmennirnir um 350 talsins. Mest lesið Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskýru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Anders Moberg fyrrum forstjóri Ikea er orðinn meðeigandi Straums að húsgagnaverslsunarkeðjunni Biva í Danmörku. Moberg mun jafnframt verða stjórnarformaður Biva. Straumur keypti Biva s.l. vetur, en keðjan var þá í greiðslustöðvun, af fjárfestingarsjóðunum Odin Equity Partners og Dania Capital en sjóðirnir voru að hluta til í eigu Henry Johansen, stofnandi Biva og dóttir hans Mille. Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Oscar Crohn forstjóra Straums í Danmörku að Moberg og Carsten Normann forstjóri Biva hafi farið í saumana á starfsemi Biva og samhliða því verki hafi verið rætt við Moberg um að hann kæmi að rekstri Biva. „Við erum mjög ánægðir með að maður á borð við Anders Moberg hafi nú ákveðið að koma inn sem stjórnarformaður Biva Möbler", segir Chrohn. Moberg, sem er 59 ára gamall, starfaði sem forstjóri Ikea í 13 ár en hafði áður verið í toppstöðum hjá Royal Ahold og Home Depot. Nú notar Moberg tíma sinn til stjórnarsetu í ýmsum stórfyrirtækjum þar á meðal DFDS, Husqvarna AB oig Clas Ohlson AB. „Ég sé mikla möguleika að styrkja rekstur Biva Möbler á komandi árum," segir Moberg í samtali við börsen. „Í fyrstu munum við sinna sem best þeim verslunum og viðskiptavinum sem við þegar höfum en síðan munum við auka við starfsemina." Biva Möbler rekur nú 54 verlsanir í Danmörku og eru starfsmennirnir um 350 talsins.
Mest lesið Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskýru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira