OECD bjartsýnna á horfur í stærstu hagkerfunum 3. september 2009 12:11 OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD birti í morgun uppfærða spá um hagþróun á seinni hluta ársins í hinum svokölluðu G-7 löndum, þ.e. Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og Kanada. Telur stofnunin að hagvöxtur verði á þriðja ársfjórðungi alls staðar nema í Ítalíu, Bretlandi og Kanada, og hvarvetna að Japan undanskildu á síðasta fjórðungi ársins. Á heildina litið mun vöxtur taka við af samdrætti meðal G-7 landa á seinni hluta ársins. OECD telur þó eftir sem áður að samdráttur muni mælast í landsframleiðslu hjá öllum G-7 löndunum þegar yfirstandandi ár er borið saman við árið 2008. Samdrátturinn verður að mati stofnunarinnar minnstur í Frakklandi, 2,1%, en mestur í Japan, 5,6%. Spáin fyrir Japan er þó töluvert bjartsýnni nú en í júní, þegar OECD spáði 6,8% samdrætti í landinu á milli ára. Í Bandaríkjunum er eftir sem áður spáð 2,8% samdrætti á árinu í heild, en spáin fyrir evrusvæði gerir nú ráð fyrir 3,9% samdrætti í stað 4,8% samdráttar í júníspánni. Það er aðeins í tilfelli Bretlands sem stofnunin er svartsýnni nú en hún var í júní, en þar er nú spáð 4,7% samdrætti á árinu í stað 4,3% samdráttar áður. Skánandi hagvaxtarhorfur hjá stóru iðnríkjunum hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið. Batinn í íslensku efnahagslífi er mjög háður því að hjól hins alþjóðlega efnahagslífs taki að snúast að nýju eftir heimskreppuna sem dundi yfir á síðasta ári. Taki vöxtur við sér meðal iðnríkja heims skilar það sér fljótt í meiri eftirspurn eftir okkar helstu útflutningsvörum og væntanlega einnig í auknum ferðamannastraumi til Íslands. Sér í lagi skiptir Íslendinga miklu að evrusvæðið taki að rétta úr kútnum, enda er u.þ.b. 60% af vöruútflutningi okkar til svæðisins og umtalsverður hluti ferðamannastraums hingað til lands er upprunninn þaðan. Þann skugga ber þó á að horfur í einu af okkar helstu viðskiptalöndum, Bretlandi, eru enn að versna ef marka má spá OECD. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD birti í morgun uppfærða spá um hagþróun á seinni hluta ársins í hinum svokölluðu G-7 löndum, þ.e. Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og Kanada. Telur stofnunin að hagvöxtur verði á þriðja ársfjórðungi alls staðar nema í Ítalíu, Bretlandi og Kanada, og hvarvetna að Japan undanskildu á síðasta fjórðungi ársins. Á heildina litið mun vöxtur taka við af samdrætti meðal G-7 landa á seinni hluta ársins. OECD telur þó eftir sem áður að samdráttur muni mælast í landsframleiðslu hjá öllum G-7 löndunum þegar yfirstandandi ár er borið saman við árið 2008. Samdrátturinn verður að mati stofnunarinnar minnstur í Frakklandi, 2,1%, en mestur í Japan, 5,6%. Spáin fyrir Japan er þó töluvert bjartsýnni nú en í júní, þegar OECD spáði 6,8% samdrætti í landinu á milli ára. Í Bandaríkjunum er eftir sem áður spáð 2,8% samdrætti á árinu í heild, en spáin fyrir evrusvæði gerir nú ráð fyrir 3,9% samdrætti í stað 4,8% samdráttar í júníspánni. Það er aðeins í tilfelli Bretlands sem stofnunin er svartsýnni nú en hún var í júní, en þar er nú spáð 4,7% samdrætti á árinu í stað 4,3% samdráttar áður. Skánandi hagvaxtarhorfur hjá stóru iðnríkjunum hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið. Batinn í íslensku efnahagslífi er mjög háður því að hjól hins alþjóðlega efnahagslífs taki að snúast að nýju eftir heimskreppuna sem dundi yfir á síðasta ári. Taki vöxtur við sér meðal iðnríkja heims skilar það sér fljótt í meiri eftirspurn eftir okkar helstu útflutningsvörum og væntanlega einnig í auknum ferðamannastraumi til Íslands. Sér í lagi skiptir Íslendinga miklu að evrusvæðið taki að rétta úr kútnum, enda er u.þ.b. 60% af vöruútflutningi okkar til svæðisins og umtalsverður hluti ferðamannastraums hingað til lands er upprunninn þaðan. Þann skugga ber þó á að horfur í einu af okkar helstu viðskiptalöndum, Bretlandi, eru enn að versna ef marka má spá OECD.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf