Viðskipti erlent

Metatvinnuleysi á Bretlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvinnuleysi er í hámarki í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Atvinnuleysi er í hámarki í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið meira í 15 ár, eða frá árinu 1994. Fjöldi atvinnulausra Breta jókst um 210 þúsund í 2,47 milljonir á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta sýna tölur sem breska blaðið Telegraph hefur frá hagstofunni þar í landi.

Mervyn King, bankastjóri Seðlabanka Englands, sagði í gær að þrátt fyrir að það væru merki u að hagkerfið væri að byrja að stækka að nýju, væri ekki líklegt að fólk merkti muninn. Þetta sjónarmið tóku stjórnendur Next tískuvörukeðjunnar undir í dag, en þeir sögðu að litlar líkur væru á því að neysla myndi breytast það sem eftir lifir árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×