Viðskipti erlent

Schwarzenegger vill selja San Quentin fangelsið

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu leggur í dag fram tillögu um að selja San Quentin fangelsið og fleiri þekktar byggingar í ríkinu til að fá meira fé í ríkiskassann.

Kalifornía glímir við mikil fjárhagsvandræði og stefnir hallinn á fjárlögum ríkisins í rúmlega 20 milljarðar dollara eða 2.500 milljarðar kr. á næsta ári. Talið er að salan á San Quentin og öðrum byggingum geti skilað á bilinu 600 til 1.000 milljónum dollara.

San Quentin hefur lengi verið til umræðu sem söluvara enda er fangelsið staðsett á besta stað í Kaliforníu með gott útsýni yfir San Francisco flóann.

San Quentin var komið á laggirnar árið 1852 og er því elsta starfandi fangelsið í Kaliforníu. Það er jafnframt eina fangelsið í ríkinu með dauðgang fyrir þá sem bíða aftöku í kjölfar dauðadóms. Gasklefi fangelsisins var tekinn úr notkun árið 1996 og nú eru fangarnir líflátnir með eitursprautu.

Þess má geta að Johnny Cash hélt eina þekktustu tónleika sína í fangelsinu árið 1969.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×