Evrópubankinn kastar bjarghring til Svíþjóðar 11. júní 2009 09:18 Evrópubankinn (ECB) hefur ákveðið að lána Svíþjóð 3 miljarða evra, eða um 540 milljarða kr. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að fjármálakreppan í Eystrasaltslöndunum verði enn verri en hún er þegar. Sænskir bankar hafa verið þeir umfangsmestu á lánamörkuðunum í Eystrasaltslöndunum, Lettlandi, Eistlandi og Litháen. Lánið sem Svíar fá frá ECB er ætlað til þess að aðstoða sænsku bankana við að standa af sér áfallið sem þeir hafa orðið fyrir eftir því sem fjármálakreppan hefur dýpkað í fyrrgreindum löndum að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Ástandið er sérstaklega slæmt í Lettlandi en landið rambar nú á barmi þjóðargjaldþrots. Sökum þessa hefur ECB veitt seðlabanka Lettlands sérstaka lánalínu, að vísu með veðum í evrueignum. Gengi latsins í Lettlandi hefur náð nokkrum stöðugleika í vikunni eftir að hafa verið í frjálsu falli um nokkurn tíma. Kom það í framhaldi af því að ríkisstjórn landsins tilkynnti um frekari sparnað í ríkisútgjöldunum upp á 500 milljón lats eða tæplega 130 milljarða kr. Vonast menn til að þetta dugi til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni brátt samþykkja aðstoð við landið upp á 1,4 milljarða evra eða rúmlega 250 milljarða kr. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópubankinn (ECB) hefur ákveðið að lána Svíþjóð 3 miljarða evra, eða um 540 milljarða kr. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að fjármálakreppan í Eystrasaltslöndunum verði enn verri en hún er þegar. Sænskir bankar hafa verið þeir umfangsmestu á lánamörkuðunum í Eystrasaltslöndunum, Lettlandi, Eistlandi og Litháen. Lánið sem Svíar fá frá ECB er ætlað til þess að aðstoða sænsku bankana við að standa af sér áfallið sem þeir hafa orðið fyrir eftir því sem fjármálakreppan hefur dýpkað í fyrrgreindum löndum að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Ástandið er sérstaklega slæmt í Lettlandi en landið rambar nú á barmi þjóðargjaldþrots. Sökum þessa hefur ECB veitt seðlabanka Lettlands sérstaka lánalínu, að vísu með veðum í evrueignum. Gengi latsins í Lettlandi hefur náð nokkrum stöðugleika í vikunni eftir að hafa verið í frjálsu falli um nokkurn tíma. Kom það í framhaldi af því að ríkisstjórn landsins tilkynnti um frekari sparnað í ríkisútgjöldunum upp á 500 milljón lats eða tæplega 130 milljarða kr. Vonast menn til að þetta dugi til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni brátt samþykkja aðstoð við landið upp á 1,4 milljarða evra eða rúmlega 250 milljarða kr.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira