FIH bankinn verður líklega stór hluthafi í Sjælsö Gruppen 25. nóvember 2009 14:07 FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen.Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að yfirstandandi hlutafjáraukning í Sjælsö Gruppen upp á 505 milljónir danskra kr. gangi ekki sem skyldi. Forstjóri Sjælsö Gruppen telur að um gott verð sé að ræða á hlutunum en markaðurinn er honum ekki sammála. Fáir hafa keypt hlutina þótt þeir bjóðist á 50 danska aura undir núverandi markaðsverði per hlut.FIH bankinn ásamt Amagerbanken og Viscardi hafa sölutryggt hlutafé í útboðinu upp á 375 milljónir danskra kr. eða rúmlega 9 milljarða kr. og segir á business.dk að þessir bankar muni að öllum líkingum sitja uppi með þetta hlutafé í eigin bókum. Þetta þýðir að bankarnir þrír muni saman eiganst meirihluta í Sjælsö Gruppen.Það hefur flækt nokkuð málin fyrir Sjælsö Gruppen að eignarhald á 30% í félaginu er nokkuð óljóst. Fram kom í frétt á business.dk fyrir mánuði síðan að John Frederiksen stjórnarformaður Sjælsö Gruppen hafði þá ekki hugmynd um í hvaða höndum þessi eignarhlutur væri.Þessi 30% hlutur er nú skráður á félagið Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Þetta félag hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. „Spurningin er hvort þessir tveir fyrrum milljarðamæringar... standi bakvið tjöldin hjá hinum nýju eigendum?," var spurt á vefsíðunni.Forstjóri Cube Properties, Svein Björnsson, upplýsir vefsíðuna um að þrotabú Samson Holding eigi nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
FIH bankinn er í hópi þriggja banka sem að öllum líkindum munu enda sem stórir hluthafar í Sjælsö Gruppen stærsta fasteignafélagi Danmerkur. FIH er sem kunnugt er í íslenskri eigu og kröfuhafar í þrotabú Samson Holding, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, stjórna 30% hlut í Sjælsö Gruppen.Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að yfirstandandi hlutafjáraukning í Sjælsö Gruppen upp á 505 milljónir danskra kr. gangi ekki sem skyldi. Forstjóri Sjælsö Gruppen telur að um gott verð sé að ræða á hlutunum en markaðurinn er honum ekki sammála. Fáir hafa keypt hlutina þótt þeir bjóðist á 50 danska aura undir núverandi markaðsverði per hlut.FIH bankinn ásamt Amagerbanken og Viscardi hafa sölutryggt hlutafé í útboðinu upp á 375 milljónir danskra kr. eða rúmlega 9 milljarða kr. og segir á business.dk að þessir bankar muni að öllum líkingum sitja uppi með þetta hlutafé í eigin bókum. Þetta þýðir að bankarnir þrír muni saman eiganst meirihluta í Sjælsö Gruppen.Það hefur flækt nokkuð málin fyrir Sjælsö Gruppen að eignarhald á 30% í félaginu er nokkuð óljóst. Fram kom í frétt á business.dk fyrir mánuði síðan að John Frederiksen stjórnarformaður Sjælsö Gruppen hafði þá ekki hugmynd um í hvaða höndum þessi eignarhlutur væri.Þessi 30% hlutur er nú skráður á félagið Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur. Þetta félag hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. „Spurningin er hvort þessir tveir fyrrum milljarðamæringar... standi bakvið tjöldin hjá hinum nýju eigendum?," var spurt á vefsíðunni.Forstjóri Cube Properties, Svein Björnsson, upplýsir vefsíðuna um að þrotabú Samson Holding eigi nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira