Skuldastaða breska ríkisins mjög slæm Gunnar Örn Jónsson skrifar 20. ágúst 2009 16:15 Frá London. Það eru fleiri ríki en Ísland sem búa við slæma skuldastöðu. Samkvæmt bresku hagstofunni tóku bresk stjórnvöld 8 milljarða punda að láni í síðasta mánuði. Aldrei áður hefur breska ríkið þurft á svo háu lánsfjármagni að halda í júlí mánuði. Í júlí nam fjárlagahalli breska ríkisins 5,1 milljarði punda samanborið við tekjuafgang upp á 7,8 milljarða punda í júlí 2008. Heildarskuldir Breska ríkissjóðsins nemur nú 800,8 milljörðum punda eða 56,8% af landsframleiðslu Bretlands. Þetta hlutfall skulda af landsframleiðslu er það mesta síðan mælingar hófust árið 1974. Breska ríkið hefur eytt rúmlega 140 milljörðum punda við að bjarga bönkum frá gjaldþroti en þó að þau lán séu undanskilin nema lántökur breska ríkisins 658,1 milljarði punda eða 46,6% af landsframleiðslu. Allir helstu fjölmiðlar Bretlands hafa fjallað um málið í dag. Þar segir ennfremur að vanalega sé júlí góður mánuður fyrir ríkissjóð þar sem skattgreiðslur eru oft á tíðum háar í þeim mánuði. Því koma tíðindin Bretum í opna skjöldu en breskir neytendur létu til sín taka á breskum verslunarmarkaði í júlí, í ljósi jákvæðra tíðinda af bresku efnahagslífi að undanförnu. Sala á smásölumarkaði í Bretlandi jókst í kjölfarið um 0,4% frá júní mánuði. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Það eru fleiri ríki en Ísland sem búa við slæma skuldastöðu. Samkvæmt bresku hagstofunni tóku bresk stjórnvöld 8 milljarða punda að láni í síðasta mánuði. Aldrei áður hefur breska ríkið þurft á svo háu lánsfjármagni að halda í júlí mánuði. Í júlí nam fjárlagahalli breska ríkisins 5,1 milljarði punda samanborið við tekjuafgang upp á 7,8 milljarða punda í júlí 2008. Heildarskuldir Breska ríkissjóðsins nemur nú 800,8 milljörðum punda eða 56,8% af landsframleiðslu Bretlands. Þetta hlutfall skulda af landsframleiðslu er það mesta síðan mælingar hófust árið 1974. Breska ríkið hefur eytt rúmlega 140 milljörðum punda við að bjarga bönkum frá gjaldþroti en þó að þau lán séu undanskilin nema lántökur breska ríkisins 658,1 milljarði punda eða 46,6% af landsframleiðslu. Allir helstu fjölmiðlar Bretlands hafa fjallað um málið í dag. Þar segir ennfremur að vanalega sé júlí góður mánuður fyrir ríkissjóð þar sem skattgreiðslur eru oft á tíðum háar í þeim mánuði. Því koma tíðindin Bretum í opna skjöldu en breskir neytendur létu til sín taka á breskum verslunarmarkaði í júlí, í ljósi jákvæðra tíðinda af bresku efnahagslífi að undanförnu. Sala á smásölumarkaði í Bretlandi jókst í kjölfarið um 0,4% frá júní mánuði.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira