Viðskipti erlent

Utanríkisráðherra Litháen fagnar ESB aðildarviðræðum Íslands

Maris Riekstins utanríkisráðherra Litháen fagnar ákvörðun alþingis um aðildarviðræður Íslands við ESB og segir að Litháen sé reiðubúið að miðla Íslandi af reynslu sinni í slíkum viðræðum.

Þetta kemur fram í frétt á ISRIA fréttatofunni. Þar segir ráðherrann ennfremur að Ísland geti reitt sig á stuðning Litháen hvað aðild að ESB varðar og að Litháar vilji að Ísland fá hraðmeðferð inn í ESB ef til þess kemur.

„Ég er þess fullviss að eftir nokkur ár verði Litháen og Ísland orðnir bandamenn innan ESB fari svo að íslenska þjóðin samþykki aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Riekstins.

Tekið er fram í fréttinni að Ísland hafi verið fyrsta ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði Litháen í ágúst 1991 og að í þeim mánuði hafi opinber samskipti landanna komist á að nýju.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×