FIH bankinn fékk 45 milljarða lán í dag 30. júní 2009 15:56 FIH bankinn danski, sem nú er í eigu Íslands, fékk í dag lán frá dönskum stjórnvöldum upp á 1,9 milljarð danskra kr. eða um 45 milljarða kr. Um er að ræða lánveitingu úr svokölluðum bankpakke II. Í tilkynningu frá FIH um málið segir að fjárhagstaða bankans hafi styrkst ennfrekar með þessu láni sem gerir bankanum kleyft að auka við útlán sín. Þar að auki hefur lánveitingin í för með sér að eiginfjárstaða bankans fer í 12,3%. Fyrir lánveitinguna var eiginfjárstaða bankans rúm 10,7%. Í frétt um málið á börsen.dk segir að lánveitingin hafi ekki komið á óvart enda hafi FIH boðað hana við uppgjör sitt eftir fyrsta ársfjórðung ársins í maí s.l. Þá var raunar rætt um að bankinn myndi sækja um 1,7 milljarða danskra kr. Fram kom í uppgjörinu m.a. að ástæðan fyrir því að FIH sótti um lán í bankpakke II væri fjármálakreppan og sú óvissa sem hún hefði skapað um afskriftaþörf bankans í framtíðinni. Bankpakke II var samþykktur í danska þinginu s.l. vetur en honum er ætlað að koma til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem hvað harðast hafa orðið úti í fjármálakreppunni. Samkvæmt "pakkanum" eiga þeir bankar sem fá lán úr honum möguleika á að breyta þeim í hlutfé í eigu danska ríksins síðar meir. Við þetta má bæta að báðir færeysku bankarnir sem skráðir eru í kauphöllina hérlendis hafa sótt um lán úr bankpakke II. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
FIH bankinn danski, sem nú er í eigu Íslands, fékk í dag lán frá dönskum stjórnvöldum upp á 1,9 milljarð danskra kr. eða um 45 milljarða kr. Um er að ræða lánveitingu úr svokölluðum bankpakke II. Í tilkynningu frá FIH um málið segir að fjárhagstaða bankans hafi styrkst ennfrekar með þessu láni sem gerir bankanum kleyft að auka við útlán sín. Þar að auki hefur lánveitingin í för með sér að eiginfjárstaða bankans fer í 12,3%. Fyrir lánveitinguna var eiginfjárstaða bankans rúm 10,7%. Í frétt um málið á börsen.dk segir að lánveitingin hafi ekki komið á óvart enda hafi FIH boðað hana við uppgjör sitt eftir fyrsta ársfjórðung ársins í maí s.l. Þá var raunar rætt um að bankinn myndi sækja um 1,7 milljarða danskra kr. Fram kom í uppgjörinu m.a. að ástæðan fyrir því að FIH sótti um lán í bankpakke II væri fjármálakreppan og sú óvissa sem hún hefði skapað um afskriftaþörf bankans í framtíðinni. Bankpakke II var samþykktur í danska þinginu s.l. vetur en honum er ætlað að koma til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem hvað harðast hafa orðið úti í fjármálakreppunni. Samkvæmt "pakkanum" eiga þeir bankar sem fá lán úr honum möguleika á að breyta þeim í hlutfé í eigu danska ríksins síðar meir. Við þetta má bæta að báðir færeysku bankarnir sem skráðir eru í kauphöllina hérlendis hafa sótt um lán úr bankpakke II.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira