Hertar bankareglur G-20 munu draga úr hagnaði banka 21. september 2009 09:52 Leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í vikunni og á fundi þeirra verður reynt að herða reglur um starfsemi banka. Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að um umfangsmestu uppstokkun á þessum reglum verði að ræða síðan upp úr 1930. Talið er að reglurnar muni draga úr hagnaði bankanna og á þeim bæjum eru menn ekki sáttir. Í þeirri áætlun sem Barack Obama Bandaríkjaforseti og aðrir leiðtogar G-20 ætla að leggja fram er gert ráð fyrir að dregið verði úr áhættusækni bankanna, eiginfjárstuðlar þeirra verði hækkaðir og bönkum gert skylt að liggja inni með fleiri auðseljanlegar eignir en áður. Af öðrum málum á dagskrá G-20 fundarins, sem stendur á fimmtudag og föstudag má nefna umræður um hvernig eigi að keyra efnahagsuppsveifluna, forðast verndarstefnu, bæta endurskoðanir og endurskipuleggja stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fari svo að almenn samstaða náist um fyrrgreindar bankareglur er líklegt að þær muni minnka um þriðjung hagnaðarmöguleikana hjá bönkum á borð við Goldman Sachs, Barclays, Deutsche Bank og JPMorgan Chase. Talsmenn þessara banka vildu ekki tjá sig um málið við Bloomberg. Hinsvegar vitnar fréttaveitan í Íslandsvininn og hagfræðinginn Joseph Stiglitz sem segir að ekkert sem máli skipti hafi enn verið framkvæmt. „Og bankarnir eru að þrýsta á móti," segir Stiglitz. „Leiðtogar G-20 munu koma smávægilegum breytingum í gagnið en hvert skerf fram á við er breyting í rétta átt." Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í vikunni og á fundi þeirra verður reynt að herða reglur um starfsemi banka. Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að um umfangsmestu uppstokkun á þessum reglum verði að ræða síðan upp úr 1930. Talið er að reglurnar muni draga úr hagnaði bankanna og á þeim bæjum eru menn ekki sáttir. Í þeirri áætlun sem Barack Obama Bandaríkjaforseti og aðrir leiðtogar G-20 ætla að leggja fram er gert ráð fyrir að dregið verði úr áhættusækni bankanna, eiginfjárstuðlar þeirra verði hækkaðir og bönkum gert skylt að liggja inni með fleiri auðseljanlegar eignir en áður. Af öðrum málum á dagskrá G-20 fundarins, sem stendur á fimmtudag og föstudag má nefna umræður um hvernig eigi að keyra efnahagsuppsveifluna, forðast verndarstefnu, bæta endurskoðanir og endurskipuleggja stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fari svo að almenn samstaða náist um fyrrgreindar bankareglur er líklegt að þær muni minnka um þriðjung hagnaðarmöguleikana hjá bönkum á borð við Goldman Sachs, Barclays, Deutsche Bank og JPMorgan Chase. Talsmenn þessara banka vildu ekki tjá sig um málið við Bloomberg. Hinsvegar vitnar fréttaveitan í Íslandsvininn og hagfræðinginn Joseph Stiglitz sem segir að ekkert sem máli skipti hafi enn verið framkvæmt. „Og bankarnir eru að þrýsta á móti," segir Stiglitz. „Leiðtogar G-20 munu koma smávægilegum breytingum í gagnið en hvert skerf fram á við er breyting í rétta átt."
Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf