Svavar Gestsson: Eins og Kristján og Vigdís Svavar Gestsson skrifar 23. apríl 2010 13:17 Ef forseti Íslands á að vera til sem embætti þá þarf að vera sátt um embættið sem sameiningartákn. Forseti Íslands þarf að haga orðum sínum með hliðsjón af þessu mikilvæga hlutverki. Hann gætir þess að erlendir sendimenn skilji orð hans ekki svo að Rússland eigi að fá Keflavíkurflugvöll. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að hann telji að Íslendingar séu gáfaðri og hæfari en allir aðrir sem fjármálamenn. Það gæti eins og kunnugt er misskilist. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að heimurinn telji að Kötlugos sé yfirvofandi og að landið sé þess vegna að lokast. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að ritstjóri víðlesnasta blaðs landsins telji hann stökkva á næsta hljóðnema einkum ef hann er merktur erlendri fréttastofu. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki þannig að hann sé skilinn svo að hann hafni rannsóknarnefndarskýrslunni. Hann gætir sín að haga orðum sínum ekki þannig að Kaupþing muni ekki gera upp Edge-reikningana í Þýskalandi. Nú kann Ólafur Ragnar vafalaust svör við þessu öllu:að hann hafi aldrei sagt að Rússar eigi að fá Keflavíkurflugvöll.að hann hafi aldrei sagt að Íslendingar væru betri fjármálamenn en aðrir.að hann hafi aldrei sagt að það væri alveg að koma Kötlugos.að hann hafi aldrei sagt að Kaupþing myndi ekki gera upp Edge-reikningana.að hann stökkvi aldrei á næsta hljóðnema merktan alþjóðlegri fréttastofuað það sé misskilningur að hann hafi gagnrýnt skýrslu rannsóknarnefndarinnar. En það breytir ekki því að forsetaembættið hefur breyst; margir myndu telja það hafa skaðast. Einhverjir eru sjálfsagt ánægðir. Í framhaldi af umræðum um skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefur verið bent á nauðsyn þess að endurskoða rammann um forsetaembættið: Það eigi að setja siðareglur um embættið, að það eigi að setja lög um embættið og að það eigi að endurskoða stjórnarskrárákvæðin um embættið. Það hefur jafnvel heyrst oftar en áður að embættið eigi að leggja niður; það sé þarflaust tildurembætti. Þá benda aðrir á að það þurfi að vera hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur. En það er mál sem Alþingi á að ákveða og það á þá að breyta stjórnarskránni þannig að minnihluti Alþingis - stór minnihluti - geti kallað fram þjóðaratkvæði. Allt þetta og fleira kemur upp í hugann þessa dagana. Aðalatriðið að þjóðin vill að forsetaembættið sé sameiningartákn. Eins og í tíð Kristjáns og Vigdísar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef forseti Íslands á að vera til sem embætti þá þarf að vera sátt um embættið sem sameiningartákn. Forseti Íslands þarf að haga orðum sínum með hliðsjón af þessu mikilvæga hlutverki. Hann gætir þess að erlendir sendimenn skilji orð hans ekki svo að Rússland eigi að fá Keflavíkurflugvöll. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að hann telji að Íslendingar séu gáfaðri og hæfari en allir aðrir sem fjármálamenn. Það gæti eins og kunnugt er misskilist. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að heimurinn telji að Kötlugos sé yfirvofandi og að landið sé þess vegna að lokast. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að ritstjóri víðlesnasta blaðs landsins telji hann stökkva á næsta hljóðnema einkum ef hann er merktur erlendri fréttastofu. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki þannig að hann sé skilinn svo að hann hafni rannsóknarnefndarskýrslunni. Hann gætir sín að haga orðum sínum ekki þannig að Kaupþing muni ekki gera upp Edge-reikningana í Þýskalandi. Nú kann Ólafur Ragnar vafalaust svör við þessu öllu:að hann hafi aldrei sagt að Rússar eigi að fá Keflavíkurflugvöll.að hann hafi aldrei sagt að Íslendingar væru betri fjármálamenn en aðrir.að hann hafi aldrei sagt að það væri alveg að koma Kötlugos.að hann hafi aldrei sagt að Kaupþing myndi ekki gera upp Edge-reikningana.að hann stökkvi aldrei á næsta hljóðnema merktan alþjóðlegri fréttastofuað það sé misskilningur að hann hafi gagnrýnt skýrslu rannsóknarnefndarinnar. En það breytir ekki því að forsetaembættið hefur breyst; margir myndu telja það hafa skaðast. Einhverjir eru sjálfsagt ánægðir. Í framhaldi af umræðum um skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefur verið bent á nauðsyn þess að endurskoða rammann um forsetaembættið: Það eigi að setja siðareglur um embættið, að það eigi að setja lög um embættið og að það eigi að endurskoða stjórnarskrárákvæðin um embættið. Það hefur jafnvel heyrst oftar en áður að embættið eigi að leggja niður; það sé þarflaust tildurembætti. Þá benda aðrir á að það þurfi að vera hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur. En það er mál sem Alþingi á að ákveða og það á þá að breyta stjórnarskránni þannig að minnihluti Alþingis - stór minnihluti - geti kallað fram þjóðaratkvæði. Allt þetta og fleira kemur upp í hugann þessa dagana. Aðalatriðið að þjóðin vill að forsetaembættið sé sameiningartákn. Eins og í tíð Kristjáns og Vigdísar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar