Biðin kostar sveitarfélögin hundruð milljóna 2. febrúar 2010 06:00 Guðríður Arnardóttir skrifar um Icesave Á meðan lítið þokast í átt að einhvers konar samkomulagi við stjórnarandstöðuna um málalyktir Icesave-samkomulagsins má segja að allur efnahagsbati sé hér í frosti. Umræðan sveiflast nánast daglega með eða á móti lögunum og svo virðist sem síðasti ræðumaður þann daginn ráði ferðinni í skoðanakönnun þess næsta. Ég er ein 11 kjörinna fulltrúa sem stjórna öðru stærsta sveitarfélagi landsins, Kópavogi. Sveitarfélagið veltir um 18 milljörðum á ári og er með hundruð starfsmanna í vinnu. Hlutverk mitt er að gæta hagsmuna íbúanna sem jafnframt því að eiga félagið eru viðskiptavinir þess. Mitt hlutverk er að sjá til þess að rekstur þess sé traustur og eiga þúsundir bæjarbúa mikið undir að vel takist til. Í lok árs 2009 var ég farin að líta bjartsýnni augum til ársins 2010. Það var merkjanlegur bati í efnahagslífinu. Til að mynda hafði gengi krónunnar verið stöðugt í 5 mánuði, stýrivextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og verðbólga hafði ekki verið lægri í 2 ár. Minna atvinnuleysi og minni samdráttur varð á árinu en spár gerðu ráð fyrir í upphafi árs og skuldatryggingarálag lækkaði um helming frá því sem mest var! Þann sama dag og forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin féll lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk. Þann sama dag jókst skuldatryggingarálag Íslands um 500 punkta og er enn að hækka. Endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin í enn eina biðstöðuna, þar sem fjármögnun áætlunarinnar er í uppnámi. Löndin sem höfðu lofað okkur lánum ætla ekki að lána þessari þjóð krónu fyrr en það liggur fyrir að hún standi við skuldbindingar sínar. Við getum eytt restinni af æfinni í að rífast um það hvort þessar byrðar séu sanngjarnar eða ekki. Ekki stofnaði ég til þessara skulda né almenningur í Kópavogi eða annars staðar á landinu. En á meðan við bendum og potum út í loftið og einstaka liðsmenn stjórnarandstöðunnar haga sér eins og landráðamenn eru það fyrirtæki og sveitarfélög þessa lands sem gjalda fyrir það. Þegar lánstraust ríkissjóðs minnkar hefur það mikil áhrif á fyrirtækin í landinu bæði opinber og þau sem eru í einkarekstri. Það hefur einnig gífurleg áhrif á rekstur sveitarfélaganna. Kópavogsbær skuldar um 38 milljarða og vaxtagjöldin ein á þessu ári nema um 1,8 milljörðum. Það er ætlun bæjaryfirvalda í Kópavogi að leggja sitt af mörkum til að draga úr atvinnuleysi í landinu með því að framkvæma fyrir 1,2 milljarða á þessu ári. Þar er bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Allt mun það skapa störf í bænum og forða hundruðum vinnufúsra handa frá atvinnuleysi. Möguleiki bæjarins til endurfjármögnunar og lána vegna framkvæmda fara versnandi með degi hverjum. Dragist þessi ömurlega deila mikið lengur mun það kosta bæjarfélagið hundruð milljóna í auknum vaxtakostnaði og gera okkur erfitt um vik að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir. Ég krefst þess að stjórnarandstaðan sýni þá ábyrgð sem stjórnmálamönnum ber þegar þjóðin gengur í gegnum svo alvarlegar þrengingar sem raun ber vitni. Ég krefst þess að hún slíðri sverðin og láti af pólitískum skylmingum og vinni með ríkisstjórn Íslands að lausn Icesave-deilunnar. Dráttur á afgreiðslu málsins veldur sífellt meiri skaða. Meðan enga fyrirgreiðslu er að fá þurfa fyrirtæki að loka, atvinnuleysi eykst og kreppan dýpkar. Þennan reikning þurfum við að borga hvort sem okkur líkar betur eða ver og dráttarvextirnir eru háir! Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Guðríður Arnardóttir skrifar um Icesave Á meðan lítið þokast í átt að einhvers konar samkomulagi við stjórnarandstöðuna um málalyktir Icesave-samkomulagsins má segja að allur efnahagsbati sé hér í frosti. Umræðan sveiflast nánast daglega með eða á móti lögunum og svo virðist sem síðasti ræðumaður þann daginn ráði ferðinni í skoðanakönnun þess næsta. Ég er ein 11 kjörinna fulltrúa sem stjórna öðru stærsta sveitarfélagi landsins, Kópavogi. Sveitarfélagið veltir um 18 milljörðum á ári og er með hundruð starfsmanna í vinnu. Hlutverk mitt er að gæta hagsmuna íbúanna sem jafnframt því að eiga félagið eru viðskiptavinir þess. Mitt hlutverk er að sjá til þess að rekstur þess sé traustur og eiga þúsundir bæjarbúa mikið undir að vel takist til. Í lok árs 2009 var ég farin að líta bjartsýnni augum til ársins 2010. Það var merkjanlegur bati í efnahagslífinu. Til að mynda hafði gengi krónunnar verið stöðugt í 5 mánuði, stýrivextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og verðbólga hafði ekki verið lægri í 2 ár. Minna atvinnuleysi og minni samdráttur varð á árinu en spár gerðu ráð fyrir í upphafi árs og skuldatryggingarálag lækkaði um helming frá því sem mest var! Þann sama dag og forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin féll lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk. Þann sama dag jókst skuldatryggingarálag Íslands um 500 punkta og er enn að hækka. Endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin í enn eina biðstöðuna, þar sem fjármögnun áætlunarinnar er í uppnámi. Löndin sem höfðu lofað okkur lánum ætla ekki að lána þessari þjóð krónu fyrr en það liggur fyrir að hún standi við skuldbindingar sínar. Við getum eytt restinni af æfinni í að rífast um það hvort þessar byrðar séu sanngjarnar eða ekki. Ekki stofnaði ég til þessara skulda né almenningur í Kópavogi eða annars staðar á landinu. En á meðan við bendum og potum út í loftið og einstaka liðsmenn stjórnarandstöðunnar haga sér eins og landráðamenn eru það fyrirtæki og sveitarfélög þessa lands sem gjalda fyrir það. Þegar lánstraust ríkissjóðs minnkar hefur það mikil áhrif á fyrirtækin í landinu bæði opinber og þau sem eru í einkarekstri. Það hefur einnig gífurleg áhrif á rekstur sveitarfélaganna. Kópavogsbær skuldar um 38 milljarða og vaxtagjöldin ein á þessu ári nema um 1,8 milljörðum. Það er ætlun bæjaryfirvalda í Kópavogi að leggja sitt af mörkum til að draga úr atvinnuleysi í landinu með því að framkvæma fyrir 1,2 milljarða á þessu ári. Þar er bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Allt mun það skapa störf í bænum og forða hundruðum vinnufúsra handa frá atvinnuleysi. Möguleiki bæjarins til endurfjármögnunar og lána vegna framkvæmda fara versnandi með degi hverjum. Dragist þessi ömurlega deila mikið lengur mun það kosta bæjarfélagið hundruð milljóna í auknum vaxtakostnaði og gera okkur erfitt um vik að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir. Ég krefst þess að stjórnarandstaðan sýni þá ábyrgð sem stjórnmálamönnum ber þegar þjóðin gengur í gegnum svo alvarlegar þrengingar sem raun ber vitni. Ég krefst þess að hún slíðri sverðin og láti af pólitískum skylmingum og vinni með ríkisstjórn Íslands að lausn Icesave-deilunnar. Dráttur á afgreiðslu málsins veldur sífellt meiri skaða. Meðan enga fyrirgreiðslu er að fá þurfa fyrirtæki að loka, atvinnuleysi eykst og kreppan dýpkar. Þennan reikning þurfum við að borga hvort sem okkur líkar betur eða ver og dráttarvextirnir eru háir! Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar