Ný kröfugerð verkalýðssamtaka? Svavar Gestsson skrifar 26. október 2010 11:06 Verður kröfugerð Alþýðusambandsins á næstu mánuðum um félagslegar aðgerðir í stað kauphækkana sem ekki er innistæða fyrir? Mun ASÍ gera kröfu um endurreisn félagslega íbúðakerfisins? Spurt er í framhaldi af setningarræðu forseta ASÍ á þingi samtakanna á dögunum. Síðastliðið vor skrifaði ég greinar í þetta blað þar sem ég hvatti til nýrrar kröfugerðar Alþýðusambandsins einkum í húsnæðismálum og í samgöngumálum í þéttbýli. Enginn tók undir þessar hugmyndir í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Forseti Alþýðusambandsins skammaði stjórnmálaflokkana fyrir að hafa eyðilagt félagslega íbúðakerfið. Staðreyndin er sú að hann hefði átt að skamma verkalýðssamtökin; þau hreyfðu engum mótmælum þegar félagslega kerfið var eyðilagt. Og þeir stjórnmálaflokkar sem nú fara með stjórn landsins voru varla til þegar kerfið var eyðilagt. 1980 settum við lög um húsnæðismál þar sem gert var ráð fyrir því að þriðjungur íbúðabygginga í landinu yrði á félagslegum grundvelli. Hinir áttu að reyna að klára sín mál sjálfir með lánum frá lífeyrissjóðum og bönkum. Þessi lagasetning réði úrslitum um húsnæðismál alþýðufjölskyldna þúsundum saman. Núna í kreppunni þegar þetta kerfi hefur verið eyðilagt kemur best í ljós hve fráleit þessi skemmdarverk voru. Mun Alþýðusambandið kannski setja fram kröfur um félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum? Er kannski komið að því að verkalýðsfélögin setji fram kröfur um félagslegar endurbætur í kjarasamningum? Þær kröfur gætu snúist um að verja velferðarkerfið og svo að bæta það. Meginmunurinn á lífskjörum ungra fjölskyldna á Íslandi og á Norðurlöndunum hinum liggur í kostnaði við húsnæði og kostnaði við að komast í vinnuna eða til þjónustustofnana. Nútíma verkalýðshreyfing ætti því að gera kröfur um bættar almenningssamgöngur og um nýtt félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum. Að vísu er ekki víst að ASÍ eigi í þessum efnum samleið með svokölluðum samtökum atvinnulífsins; en það gildir væntanlega einu. Aðalatriðið hlýtur að vera að verkalýðsforystan eignist samstöðu með fólkinu í verkalýðshreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Verður kröfugerð Alþýðusambandsins á næstu mánuðum um félagslegar aðgerðir í stað kauphækkana sem ekki er innistæða fyrir? Mun ASÍ gera kröfu um endurreisn félagslega íbúðakerfisins? Spurt er í framhaldi af setningarræðu forseta ASÍ á þingi samtakanna á dögunum. Síðastliðið vor skrifaði ég greinar í þetta blað þar sem ég hvatti til nýrrar kröfugerðar Alþýðusambandsins einkum í húsnæðismálum og í samgöngumálum í þéttbýli. Enginn tók undir þessar hugmyndir í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Forseti Alþýðusambandsins skammaði stjórnmálaflokkana fyrir að hafa eyðilagt félagslega íbúðakerfið. Staðreyndin er sú að hann hefði átt að skamma verkalýðssamtökin; þau hreyfðu engum mótmælum þegar félagslega kerfið var eyðilagt. Og þeir stjórnmálaflokkar sem nú fara með stjórn landsins voru varla til þegar kerfið var eyðilagt. 1980 settum við lög um húsnæðismál þar sem gert var ráð fyrir því að þriðjungur íbúðabygginga í landinu yrði á félagslegum grundvelli. Hinir áttu að reyna að klára sín mál sjálfir með lánum frá lífeyrissjóðum og bönkum. Þessi lagasetning réði úrslitum um húsnæðismál alþýðufjölskyldna þúsundum saman. Núna í kreppunni þegar þetta kerfi hefur verið eyðilagt kemur best í ljós hve fráleit þessi skemmdarverk voru. Mun Alþýðusambandið kannski setja fram kröfur um félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum? Er kannski komið að því að verkalýðsfélögin setji fram kröfur um félagslegar endurbætur í kjarasamningum? Þær kröfur gætu snúist um að verja velferðarkerfið og svo að bæta það. Meginmunurinn á lífskjörum ungra fjölskyldna á Íslandi og á Norðurlöndunum hinum liggur í kostnaði við húsnæði og kostnaði við að komast í vinnuna eða til þjónustustofnana. Nútíma verkalýðshreyfing ætti því að gera kröfur um bættar almenningssamgöngur og um nýtt félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum. Að vísu er ekki víst að ASÍ eigi í þessum efnum samleið með svokölluðum samtökum atvinnulífsins; en það gildir væntanlega einu. Aðalatriðið hlýtur að vera að verkalýðsforystan eignist samstöðu með fólkinu í verkalýðshreyfingunni.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun