Launafólk ber byrðarnar 20. ágúst 2010 06:00 Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti sína um eina prósentu á miðvikudag, meira en margir höfðu búist við. Þessi lækkun er því fyrst og fremst að þakka að horfur í efnahagslífinu eru betri en spáð hafði verið, til dæmis af Seðlabankanum sjálfum í maí. Þó atvinnuleysi sé allt of mikið og taka þurfi á því af meiri festu en hingað til hefur verið gert, er það þó minna en spár gerðu ráð fyrir. Verðbólga hefur hjaðnað og fjárfestingar í atvinnurekstri eru meiri en reiknað hafði verið með. Það eru með öðrum orðum ýmis teikn á lofti um að botninum sé náð. Hverju má þakka þennan árangur? Vissulega er hægt að tína margt til, en ég held að allir geti verið sammála um að fyrst og síðast sé það launafólk í landinu sem hefur borið byrðarnar. Ofan á öll persónuleg áföll hefur kaupmáttur þess rýrnað. Samið var um hækkun lágmarkstaxta í tengslum við stöðugleikasáttmálann, gegn efndum ríkisstjórnarinnar á mikilvægum sviðum, sem ekki hafa allar gengið eftir. Forsendur Seðlabankans, sem birtast í Peningamálum, vekja hins vegar athygli. Þar segir, á síðu 12: „Ekki hafa komið fram nýjar vísbendingar sem benda til aukins launaþrýstings og ekki er gert ráð fyrir að mikill þrýstingur verði við gerð næstu kjarasamninga um að leiðrétta kaupmátt launa." Seðlabankinn er að sönnu ekki ríkisstjórnin, en gjalda verður varhug við því að gengið sé að því sem vísu að launafólk taki á sig endalausar byrðar. Tvö aðildarfélög BSRB hafa ekki enn náð kjarasamningum og samningar annarra eru lausir í lok nóvember. Þá bíður okkar allra að semja á ný, með hagsmuni félaga okkar og samfélagsins alls að leiðarljósi. Vissulega er okkur þröngur stakkur skorinn, en það hlýtur að koma að því að fólkið í landinu fái að njóta betra ástands í efnahagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti sína um eina prósentu á miðvikudag, meira en margir höfðu búist við. Þessi lækkun er því fyrst og fremst að þakka að horfur í efnahagslífinu eru betri en spáð hafði verið, til dæmis af Seðlabankanum sjálfum í maí. Þó atvinnuleysi sé allt of mikið og taka þurfi á því af meiri festu en hingað til hefur verið gert, er það þó minna en spár gerðu ráð fyrir. Verðbólga hefur hjaðnað og fjárfestingar í atvinnurekstri eru meiri en reiknað hafði verið með. Það eru með öðrum orðum ýmis teikn á lofti um að botninum sé náð. Hverju má þakka þennan árangur? Vissulega er hægt að tína margt til, en ég held að allir geti verið sammála um að fyrst og síðast sé það launafólk í landinu sem hefur borið byrðarnar. Ofan á öll persónuleg áföll hefur kaupmáttur þess rýrnað. Samið var um hækkun lágmarkstaxta í tengslum við stöðugleikasáttmálann, gegn efndum ríkisstjórnarinnar á mikilvægum sviðum, sem ekki hafa allar gengið eftir. Forsendur Seðlabankans, sem birtast í Peningamálum, vekja hins vegar athygli. Þar segir, á síðu 12: „Ekki hafa komið fram nýjar vísbendingar sem benda til aukins launaþrýstings og ekki er gert ráð fyrir að mikill þrýstingur verði við gerð næstu kjarasamninga um að leiðrétta kaupmátt launa." Seðlabankinn er að sönnu ekki ríkisstjórnin, en gjalda verður varhug við því að gengið sé að því sem vísu að launafólk taki á sig endalausar byrðar. Tvö aðildarfélög BSRB hafa ekki enn náð kjarasamningum og samningar annarra eru lausir í lok nóvember. Þá bíður okkar allra að semja á ný, með hagsmuni félaga okkar og samfélagsins alls að leiðarljósi. Vissulega er okkur þröngur stakkur skorinn, en það hlýtur að koma að því að fólkið í landinu fái að njóta betra ástands í efnahagsmálum.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun