Skortstöður gegn dollaranum slá met 7. mars 2011 13:46 Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að skortstöður gegn dollaranum hafi aukist um 11,5 milljarða dollara í síðustu viku febrúarmánaðar. Skortstöðusamningum á Chicago Mercantile Exchange (CME) markaðinum fjölgaði úr á þessu tíma úr rúmlega 200.000 og í rúmlega 281.000 samninga. CME þykir endurspegla vel hvað vogunarsjóðir og spákaupmenn eru að hugsa og gera á hverjum tíma. Helstu ástæður þess að spákaupmenn veðja nú gegn dollaranum er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, að Bandaríkjastjórn hvorki gengur né rekur að ná tökum á fjárlagahalla landsins og hækkandi olíuverð. Þá telja margir að dollarinn sé ekki lengur sú örugga höfn sem hann var hér áður fyrr þegar eitthvað bjátaði á í efnahagsmálum heimsins. Á móti þessu hafa spákaupmenn aukið verulega langtímastöður sínar í evrunni. Þeir reikna með að evran muni styrkjast á næstunni og horfa þar til þess að allar líkur séu á að stýrivextir á evrusvæðinu verði hækkaðir bráðlega. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að skortstöður gegn dollaranum hafi aukist um 11,5 milljarða dollara í síðustu viku febrúarmánaðar. Skortstöðusamningum á Chicago Mercantile Exchange (CME) markaðinum fjölgaði úr á þessu tíma úr rúmlega 200.000 og í rúmlega 281.000 samninga. CME þykir endurspegla vel hvað vogunarsjóðir og spákaupmenn eru að hugsa og gera á hverjum tíma. Helstu ástæður þess að spákaupmenn veðja nú gegn dollaranum er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, að Bandaríkjastjórn hvorki gengur né rekur að ná tökum á fjárlagahalla landsins og hækkandi olíuverð. Þá telja margir að dollarinn sé ekki lengur sú örugga höfn sem hann var hér áður fyrr þegar eitthvað bjátaði á í efnahagsmálum heimsins. Á móti þessu hafa spákaupmenn aukið verulega langtímastöður sínar í evrunni. Þeir reikna með að evran muni styrkjast á næstunni og horfa þar til þess að allar líkur séu á að stýrivextir á evrusvæðinu verði hækkaðir bráðlega.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira