Viðskipti erlent

Nýr iPhone kynntur í september?

Er þetta nýi iPhone-inn? Sumir netverjar hafa hannað væntanlegan iPhone í Photoshop, en slíkt eru bara ágiskanir
Er þetta nýi iPhone-inn? Sumir netverjar hafa hannað væntanlegan iPhone í Photoshop, en slíkt eru bara ágiskanir
Apple-aðdáendur bíða margir hverjir gríðarlegar spenntir eftir fimmtu útgáfunni iPhone símanum. Nú hafa netverjar fullyrt að nýi síminn verður kynntur til leiks í september. Áður var því haldið fram að hann kæmi í byrjun ágúst. Talið er víst að í símanum verði ný uppfærsla á stýrikerfinu, iOS 5, en iPhone 4 er iOS 4 stýrikerfið.

Og það sem unnendur iPhone eru hvað spenntastir fyrir er hvernig síminn mun líta út. Mörg hundruð myndir af væntanlegum síma hafa birst á vefsíðum um allan heim en útgáfa sem hönnuðurinn Michal Bonikowski gerði gengur nú á milli netverja sem telja líklegt að hann hafi rétt fyrir sér varðandi útlit símans. Þess ber þó að geta, slíkar myndir eru einungis ágiskanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×