Viðskipti erlent

Vírus í gjafabréfum frá iTunes

Árásin á sér stað á stærsta verslunardegi Bandaríkjanna.
Árásin á sér stað á stærsta verslunardegi Bandaríkjanna. mynd/AFP
Öryggissérfræðingar hjá tölvurisanum Apple segja tölvuglæpamenn hafa komið fyrir vírus í vefverslun fyrirtækisins.

Vírusinn er falinn í gjafabréfi sem nokkrir notendur iTunes verslunarinnar hafa fengið í tölvupósti. Vírusinn flytur persónuupplýsingar til glæpamannanna.

Tímasetning árásarinnar er að öllum líkindum ekki tilviljun enda er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna í dag.

Dagurinn er kallaður Svarti föstudagur en viðurnefnið er komið frá lögreglumönnum í Philadelphia sem kvörtuðu sárann undan þeirri bílaumferð sem skapaðist að lokinni Þakkargjörðarhátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×