Apple vinnur að þróun raddstýrðs sjónvarps 21. desember 2011 13:54 mynd/AFP Tæknirisinn Apple þróar nú nýja tegund sjónvarps sem knúið er af sömu tækni og aðstoðarforritið Siri. Samkvæmt The Wall Street Journal hafa hátt settir stjórnendur Apple fundað með sjónvarpsframleiðendum síðustu vikur. Sjónvarpinu verður alfarið stjórnað með röddinni en einnig verður hægt að stjórna því í gegnum snertiskjá. Talið er að verkfræðingar Apple hafi unnið að frumgerð sjónvarpsins síðan í september. Frumgerðin er byggð á teikningum Steve Jobs, fyrrverandi stjórnarformanns Apple, en hann lést í október á þessu ári. Í ævisögu Jobs kemur fram að hann hafi lengi velt því fyrir sér hvernig hægt væri að bæta sjónvarpsupplifun neytenda. Hann hafi loks áttað sig á því að raddstjórnun væri framtíð í sjónvarpsiðnaðarins. Jobs var afar hrifinn af þeirri hugmynd að hægt væri horfa á sjónvarp og tala við það um leið. Einn af helstu verkfræðingum Apple, Jeff Robbin, stjórnar hönnunarferli sjónvarpsins. Robbin er kunnugur stórum verkefnum en hann stóð baki hönnun iPod-spilarans og vefverslunarinnar iTunes. Talið er að Apple muni kynna sjónvarpið á næsta ári og það verði komið í almenna sölu á fyrstu mánuðum ársins 2013. Tækni Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tæknirisinn Apple þróar nú nýja tegund sjónvarps sem knúið er af sömu tækni og aðstoðarforritið Siri. Samkvæmt The Wall Street Journal hafa hátt settir stjórnendur Apple fundað með sjónvarpsframleiðendum síðustu vikur. Sjónvarpinu verður alfarið stjórnað með röddinni en einnig verður hægt að stjórna því í gegnum snertiskjá. Talið er að verkfræðingar Apple hafi unnið að frumgerð sjónvarpsins síðan í september. Frumgerðin er byggð á teikningum Steve Jobs, fyrrverandi stjórnarformanns Apple, en hann lést í október á þessu ári. Í ævisögu Jobs kemur fram að hann hafi lengi velt því fyrir sér hvernig hægt væri að bæta sjónvarpsupplifun neytenda. Hann hafi loks áttað sig á því að raddstjórnun væri framtíð í sjónvarpsiðnaðarins. Jobs var afar hrifinn af þeirri hugmynd að hægt væri horfa á sjónvarp og tala við það um leið. Einn af helstu verkfræðingum Apple, Jeff Robbin, stjórnar hönnunarferli sjónvarpsins. Robbin er kunnugur stórum verkefnum en hann stóð baki hönnun iPod-spilarans og vefverslunarinnar iTunes. Talið er að Apple muni kynna sjónvarpið á næsta ári og það verði komið í almenna sölu á fyrstu mánuðum ársins 2013.
Tækni Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira