Ekki fleiri verkföll í sumar, takk Þórir Garðarsson skrifar 11. júní 2011 07:00 Ég hef áður stungið niður penna af þessu tilefni og finn mig enn á ný knúinn til þess að benda á hversu fráleitt það er fyrir okkur sem erum að reyna að byggja upp ferðaþjónustuna á Íslandi að leggja framtíð hennar aftur og aftur að veði með vinnudeilum eða verkföllum á viðkvæmasta tíma. Við störfum í ungri grein og áfangastaðurinn Ísland á í svo harðri samkeppni um hylli ferðamanna á alþjóðamarkaði að það er augljóslega andstætt hagsmunum okkar allra að setja ferðalög tuga eða hundraða þúsunda gesta okkar í uppnám þegar síst skyldi. Söluaðilar erlendis hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum – því enginn vill verða fastur af þeim sökum fjarri heimaslóð – og beina ferðamönnum sínum annað. Starfsfólk í ferðaþjónustugreinum, og þar á meðal í fluginu, á að sjálfsögðu að standa vörð um réttindi sín og öll viljum við fá hærri laun. Í samfélagi okkar hafa verið settar leikreglur um kjarabaráttunna og verkfallsrétturinn er þar ákveðinn grundvöllur. Sá réttur hefur hins vegar snúist upp í algjöra andstæðu sína þegar hann er nýttur af fremur þröngum hópi fólks með góð laun, eins og flugvirkjum, til þess að knýja fram kauphækkanir umfram þá sem verr standa. Og vegna lykilstöðu þeirra í ferðaþjónustunni geta þeir með verkfallsaðgerðum valdið stórum hópi almennra launþega skaða vegna tapaðra viðskipta ferðamanna. Verkfall fárra dregur þannig úr tekjumöguleikum margra. Það bitnar helst á þeim sem enga aðkomu hafa að málinu. Ég veit að nú eiga flugmenn og flugfreyjur einnig eftir að semja um sínar launahækkanir og mig hryllir við tilhugsuninni um fleiri verkföll og verkfallshótanir í sumar, umræður í fjölmiðlum hér heima og erlendis um niðurfellingu flugs, seinkanir, strandaglópa og tjónakröfur. Það bara má ekki verða. Ferðasumarið í fyrra rétt bjargaðist fyrir horn, en varð vegna eldgossins ekki eins og vonir stóðu til. Við megum ekki við áföllum í sumar. Ég trúi því ekki á félaga okkar í þessum atvinnuvegi að þeir sjái þessa viðkvæmu stöðu sem tækifæri til þess að ná fram ýtrustu kröfum sínum með því að hóta aftur og aftur stöðvun flugsins. Ég skora á flugstéttirnar að sýna sanngirni og vera samstiga okkur hinum í greininni í því að láta þetta ferðasumar ganga eins og best verður á kosið og skapa þannig öllum í greininni góða afkomumöguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég hef áður stungið niður penna af þessu tilefni og finn mig enn á ný knúinn til þess að benda á hversu fráleitt það er fyrir okkur sem erum að reyna að byggja upp ferðaþjónustuna á Íslandi að leggja framtíð hennar aftur og aftur að veði með vinnudeilum eða verkföllum á viðkvæmasta tíma. Við störfum í ungri grein og áfangastaðurinn Ísland á í svo harðri samkeppni um hylli ferðamanna á alþjóðamarkaði að það er augljóslega andstætt hagsmunum okkar allra að setja ferðalög tuga eða hundraða þúsunda gesta okkar í uppnám þegar síst skyldi. Söluaðilar erlendis hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum – því enginn vill verða fastur af þeim sökum fjarri heimaslóð – og beina ferðamönnum sínum annað. Starfsfólk í ferðaþjónustugreinum, og þar á meðal í fluginu, á að sjálfsögðu að standa vörð um réttindi sín og öll viljum við fá hærri laun. Í samfélagi okkar hafa verið settar leikreglur um kjarabaráttunna og verkfallsrétturinn er þar ákveðinn grundvöllur. Sá réttur hefur hins vegar snúist upp í algjöra andstæðu sína þegar hann er nýttur af fremur þröngum hópi fólks með góð laun, eins og flugvirkjum, til þess að knýja fram kauphækkanir umfram þá sem verr standa. Og vegna lykilstöðu þeirra í ferðaþjónustunni geta þeir með verkfallsaðgerðum valdið stórum hópi almennra launþega skaða vegna tapaðra viðskipta ferðamanna. Verkfall fárra dregur þannig úr tekjumöguleikum margra. Það bitnar helst á þeim sem enga aðkomu hafa að málinu. Ég veit að nú eiga flugmenn og flugfreyjur einnig eftir að semja um sínar launahækkanir og mig hryllir við tilhugsuninni um fleiri verkföll og verkfallshótanir í sumar, umræður í fjölmiðlum hér heima og erlendis um niðurfellingu flugs, seinkanir, strandaglópa og tjónakröfur. Það bara má ekki verða. Ferðasumarið í fyrra rétt bjargaðist fyrir horn, en varð vegna eldgossins ekki eins og vonir stóðu til. Við megum ekki við áföllum í sumar. Ég trúi því ekki á félaga okkar í þessum atvinnuvegi að þeir sjái þessa viðkvæmu stöðu sem tækifæri til þess að ná fram ýtrustu kröfum sínum með því að hóta aftur og aftur stöðvun flugsins. Ég skora á flugstéttirnar að sýna sanngirni og vera samstiga okkur hinum í greininni í því að láta þetta ferðasumar ganga eins og best verður á kosið og skapa þannig öllum í greininni góða afkomumöguleika.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun