Ekki fleiri verkföll í sumar, takk Þórir Garðarsson skrifar 11. júní 2011 07:00 Ég hef áður stungið niður penna af þessu tilefni og finn mig enn á ný knúinn til þess að benda á hversu fráleitt það er fyrir okkur sem erum að reyna að byggja upp ferðaþjónustuna á Íslandi að leggja framtíð hennar aftur og aftur að veði með vinnudeilum eða verkföllum á viðkvæmasta tíma. Við störfum í ungri grein og áfangastaðurinn Ísland á í svo harðri samkeppni um hylli ferðamanna á alþjóðamarkaði að það er augljóslega andstætt hagsmunum okkar allra að setja ferðalög tuga eða hundraða þúsunda gesta okkar í uppnám þegar síst skyldi. Söluaðilar erlendis hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum – því enginn vill verða fastur af þeim sökum fjarri heimaslóð – og beina ferðamönnum sínum annað. Starfsfólk í ferðaþjónustugreinum, og þar á meðal í fluginu, á að sjálfsögðu að standa vörð um réttindi sín og öll viljum við fá hærri laun. Í samfélagi okkar hafa verið settar leikreglur um kjarabaráttunna og verkfallsrétturinn er þar ákveðinn grundvöllur. Sá réttur hefur hins vegar snúist upp í algjöra andstæðu sína þegar hann er nýttur af fremur þröngum hópi fólks með góð laun, eins og flugvirkjum, til þess að knýja fram kauphækkanir umfram þá sem verr standa. Og vegna lykilstöðu þeirra í ferðaþjónustunni geta þeir með verkfallsaðgerðum valdið stórum hópi almennra launþega skaða vegna tapaðra viðskipta ferðamanna. Verkfall fárra dregur þannig úr tekjumöguleikum margra. Það bitnar helst á þeim sem enga aðkomu hafa að málinu. Ég veit að nú eiga flugmenn og flugfreyjur einnig eftir að semja um sínar launahækkanir og mig hryllir við tilhugsuninni um fleiri verkföll og verkfallshótanir í sumar, umræður í fjölmiðlum hér heima og erlendis um niðurfellingu flugs, seinkanir, strandaglópa og tjónakröfur. Það bara má ekki verða. Ferðasumarið í fyrra rétt bjargaðist fyrir horn, en varð vegna eldgossins ekki eins og vonir stóðu til. Við megum ekki við áföllum í sumar. Ég trúi því ekki á félaga okkar í þessum atvinnuvegi að þeir sjái þessa viðkvæmu stöðu sem tækifæri til þess að ná fram ýtrustu kröfum sínum með því að hóta aftur og aftur stöðvun flugsins. Ég skora á flugstéttirnar að sýna sanngirni og vera samstiga okkur hinum í greininni í því að láta þetta ferðasumar ganga eins og best verður á kosið og skapa þannig öllum í greininni góða afkomumöguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áður stungið niður penna af þessu tilefni og finn mig enn á ný knúinn til þess að benda á hversu fráleitt það er fyrir okkur sem erum að reyna að byggja upp ferðaþjónustuna á Íslandi að leggja framtíð hennar aftur og aftur að veði með vinnudeilum eða verkföllum á viðkvæmasta tíma. Við störfum í ungri grein og áfangastaðurinn Ísland á í svo harðri samkeppni um hylli ferðamanna á alþjóðamarkaði að það er augljóslega andstætt hagsmunum okkar allra að setja ferðalög tuga eða hundraða þúsunda gesta okkar í uppnám þegar síst skyldi. Söluaðilar erlendis hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum – því enginn vill verða fastur af þeim sökum fjarri heimaslóð – og beina ferðamönnum sínum annað. Starfsfólk í ferðaþjónustugreinum, og þar á meðal í fluginu, á að sjálfsögðu að standa vörð um réttindi sín og öll viljum við fá hærri laun. Í samfélagi okkar hafa verið settar leikreglur um kjarabaráttunna og verkfallsrétturinn er þar ákveðinn grundvöllur. Sá réttur hefur hins vegar snúist upp í algjöra andstæðu sína þegar hann er nýttur af fremur þröngum hópi fólks með góð laun, eins og flugvirkjum, til þess að knýja fram kauphækkanir umfram þá sem verr standa. Og vegna lykilstöðu þeirra í ferðaþjónustunni geta þeir með verkfallsaðgerðum valdið stórum hópi almennra launþega skaða vegna tapaðra viðskipta ferðamanna. Verkfall fárra dregur þannig úr tekjumöguleikum margra. Það bitnar helst á þeim sem enga aðkomu hafa að málinu. Ég veit að nú eiga flugmenn og flugfreyjur einnig eftir að semja um sínar launahækkanir og mig hryllir við tilhugsuninni um fleiri verkföll og verkfallshótanir í sumar, umræður í fjölmiðlum hér heima og erlendis um niðurfellingu flugs, seinkanir, strandaglópa og tjónakröfur. Það bara má ekki verða. Ferðasumarið í fyrra rétt bjargaðist fyrir horn, en varð vegna eldgossins ekki eins og vonir stóðu til. Við megum ekki við áföllum í sumar. Ég trúi því ekki á félaga okkar í þessum atvinnuvegi að þeir sjái þessa viðkvæmu stöðu sem tækifæri til þess að ná fram ýtrustu kröfum sínum með því að hóta aftur og aftur stöðvun flugsins. Ég skora á flugstéttirnar að sýna sanngirni og vera samstiga okkur hinum í greininni í því að láta þetta ferðasumar ganga eins og best verður á kosið og skapa þannig öllum í greininni góða afkomumöguleika.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun