Komið í veg fyrir að fólk detti milli kerfa 1. september 2011 02:30 Eygló Harðardóttir Námsmenn Ný reglugerð um námslán hefur valdið óvissu hjá þeim sem hyggja á nám erlendis.Fréttablaðið/heiða Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hann segir námsmenn hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu vegna óvissunnar um túlkunina. Eygló Harðardóttir alþingismaður segir að samkvæmt orðanna hljóðan hafi til dæmis mátt túlka reglugerðina á þann hátt að þeir sem eru í grunnháskólanámi erlendis eigi ekki rétt á láni til meistaranáms. „Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að þetta sé leiðrétt þannig að fólk sé ekki að detta á milli kerfa.“ Samkvæmt nýju reglugerðinni þurfa umsækjendur um námslán annaðhvort að hafa stundað launuð störf hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft samfellda búsetu hér á sama tíma eða að hafa stundað launuð störf í skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, segir reglugerðina vera í anda þess sem verið sé að gera hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. „Við erum ekki að setja harðari reglur en þær,“ segir Guðrún. Eftir ákveðinn búsetutíma á Norðurlöndum öðlast Íslendingar rétt til námsláns og styrkja þar. „Það fá til dæmis margir Íslendingar framfærslustyrk hjá Dönum í stað námsláns sem þykir vinsæll kostur. Þessir námsmenn eru þá búnir að vera nægilega lengi í Danmörku til þess að komast á svona styrk. Svona styrkir eru einnig veittir í Noregi og Svíþjóð en í þessum löndum er meira um námslán en í Danmörku. Danir veita hlutfallslega mestu styrkina en eru þó að tala um að takmarka þá fyrir aðra en danska ríkisborgara. Almennt eru þrengri reglur á Norðurlöndunum varðandi nám erlendis en til náms í heimalandi.“ Elías Jón segir breytingu menntamálaráðuneytisins verða birta við fyrsta tækifæri. ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Námsmenn Ný reglugerð um námslán hefur valdið óvissu hjá þeim sem hyggja á nám erlendis.Fréttablaðið/heiða Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hann segir námsmenn hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu vegna óvissunnar um túlkunina. Eygló Harðardóttir alþingismaður segir að samkvæmt orðanna hljóðan hafi til dæmis mátt túlka reglugerðina á þann hátt að þeir sem eru í grunnháskólanámi erlendis eigi ekki rétt á láni til meistaranáms. „Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að þetta sé leiðrétt þannig að fólk sé ekki að detta á milli kerfa.“ Samkvæmt nýju reglugerðinni þurfa umsækjendur um námslán annaðhvort að hafa stundað launuð störf hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft samfellda búsetu hér á sama tíma eða að hafa stundað launuð störf í skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, segir reglugerðina vera í anda þess sem verið sé að gera hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. „Við erum ekki að setja harðari reglur en þær,“ segir Guðrún. Eftir ákveðinn búsetutíma á Norðurlöndum öðlast Íslendingar rétt til námsláns og styrkja þar. „Það fá til dæmis margir Íslendingar framfærslustyrk hjá Dönum í stað námsláns sem þykir vinsæll kostur. Þessir námsmenn eru þá búnir að vera nægilega lengi í Danmörku til þess að komast á svona styrk. Svona styrkir eru einnig veittir í Noregi og Svíþjóð en í þessum löndum er meira um námslán en í Danmörku. Danir veita hlutfallslega mestu styrkina en eru þó að tala um að takmarka þá fyrir aðra en danska ríkisborgara. Almennt eru þrengri reglur á Norðurlöndunum varðandi nám erlendis en til náms í heimalandi.“ Elías Jón segir breytingu menntamálaráðuneytisins verða birta við fyrsta tækifæri. ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira