Staðan á sjúkraflugi á Íslandi er dauðans alvara! 9. nóvember 2011 06:00 Íslendingar eru duglegir að bera sig saman við vestrænar þjóðir í hæfni og gæðum þjónustu og menntunar. Við segjum stolt frá því að við teljum okkur vera á pari við Norðurlandaþjóðirnar með að virða réttindi og þjónusta þegna landsins. Að fenginni faglegri og persónulegri reynslu finn ég mig knúinn til að leggja mitt mat á stöðu þeirrar þjónustu sem veitt er við sjómenn og sjúklinga utan höfuðborgarinnar. Mýflug er með samning við velferðarráðuneytið og sér um allt sjúkraflug innanlands, leggur til vélar, búnað og mannafla til að sinna þessari þjónustu. Sjúkraflugið er gert út frá Akureyri. Fagleg og rétt viðbrögð einkenna vinnubrögð þeirra sem vinna við þessar erfiðu aðstæður. Hinsvegar er alvarlegt hve þetta tekur langan tíma og ítrekað hefur það komið fyrir að Mýflug hefur ekki getað veitt þessa þjónustu innan þess tíma sem samningurinn kveður á um. Samkvæmt samningnum er viðbragðstími sjúkraflugs 60 mínútur frá því að beiðni berst þar til vélin á fara í loftið. Ef beiðni berst um að þörf sé á varavél skal hún fara í loftið innan 105 mínútna. Mýflug notar TF-MYX í sjúkraflug. Þetta eru öflugar vélar sem nýtast vel við íslenskar aðstæður. Varavél, TF-FMS, er sömu gerðar. Nýlega kenndi ég mér eymsla í kviði og þurfti í aðgerð. Skurðlæknirinn í Eyjum var ekki viðlátinn og þurfti ég sjúkraflug til Reykjavíkur. Um hádegi var mér tilkynnt að það yrði bið á sjúkrafluginu. Ég var í forgangi 3, sem ekki er aðkallandi bráðaflokkun. Biðin var orðin löng þegar ég komst á deild klukkan 18.50. Fyrir forgang 3 flokkaðan sjúkling er þetta of langur tími. Þar sem ég er sjúkraflutningamaður leitaði ég skýringa hjá áhöfninni og var mér tjáð að óvenju mörg bráðatilfelli hafi verið þennan dag. Varavél reyndist ekki kölluð út því hún var í öðrum verkefnum, tvo tíma tæki að gera hana klára því sjúkraflugsbúnaðurinn var í Reykjavík en vélin fyrir norðan. Það fannst mér óviðunandi skýring. Sem betur fer var ég ekki bráðveikur. En ég leiddi hugann að því, er það rétt að manni skuli líða eins og afgangsstærð, annars flokks þegni sem er látinn bíða en ekki gerðar viðeigandi lögbundnar ráðstafanir. Er þetta þjónustan sem við viljum veita? Sannarlega ekki! Ég greiði mína skatta og skyldur og tel mig eiga rétt á meiri gæðum í þessari grunnþjónustu. Ég vil taka það sérstaklega fram að þjónustan sem ég þáði þennan dag var veitt af virðingu og fagmennsku fram í fingurgóma, frá Eyjum og þar til að ég útskrifaðist. Er það skoðun mín að þjónustan myndi batna gríðarlega ef önnur sjúkravél væri staðsett í Reykjavík. Allar forsendur eru fyrir hendi til að reka sjúkraflugvél frá höfuðstaðnum líka. Sérþjálfaður mannskapur er bæði í Reykjavík og á Akureyri. Landinu mætti skipta upp í svæði og fluginu stýrt eftir lengd og tilfellum. Tvær vélar auka öryggið þar sem önnur vélin yrði til vara. Það kerfi yrði að minnsta kosti ekki lakara en það sem notast er við í dag. Ráðamenn koma til með að segja að þetta snúist um peninga. En eru nokkrar milljónir mikill aukakostnaður þegar um er að ræða björgun á mannslífum? Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru nefndar sem „backup“ við þessar aðstæður. Hvernig er hægt að stóla á það? Fréttir hafa verið fluttar af því að þar sé mikill niðurskurður í rekstri eins og hjá mörgum öðrum stofnunum. Það þýðir að oft er bara ein þyrla tiltæk til að sinna landinu og miðunum. Gæslan hefur það skilgreinda hlutverk að þjóna skipaflotanum, þjónusta sem er í hættu. Mér finnst með ólíkindum hve sjómenn og útgerðarmenn eru slakir yfir fréttunum af skerðingum í flugrekstri Landhelgisgæslunnar. Við erum með einstakt kerfi í menntun og endurmenntun sjómanna, en það stoðar lítið ef þyrlurnar komast ekki til skipanna þegar hætta steðjar að. Samkvæmt öryggisreglum má þyrla ekki fara lengra frá landi en 20 mílur þegar ekki er önnur til aðstoðar. Reglur eru settar til að fara eftir og til að tryggja öryggi þyrlna og áhafna þeirra. Mörg tilvik hafa komið upp þar sem einungis ein áhöfn er á vakt m.a. vegna þjálfunar flugmanna og annarra áhafnarmeðlima. Frá 6. janúar n.k. í þrjá mánuði, er önnur vélin í reglubundinni skoðun og þá er einungis ein vél tiltæk. Þá eru framundan verstu vetrarmánuðirnir á sjó og ein þyrla getur einungis farið 20 mílur frá landi. Til að veita aðstoð þarf skipið að sigla á móti þyrlunni. Ef skipið verður vélarvana, þá er það ekki möguleiki. Hvernig á þá að koma neyðaraðstoð um borð? Hvað tekur það langan tíma? Það er því falskt öryggi að telja fólki trú um að þyrlan geti verið til vara fyrir sjúkraflugið ef mikið er að gera. Landhelgisgæslan á fullt í fangi með að halda úti einni vél og áhöfn til að sinna flotanum okkar, og það aðeins ef slys eða óhöpp verða innan 20 mílna. Með þessum skrifum vil ég gera það ljóst að sjúkraflug á Íslandi er svo sannarlega ekki í betri horfum en það var fyrir 30 árum. Þá var sjúkravél í hverjum landsfjórðungi og herinn sannaði sannarlega gildi sitt þegar mikið lá við. Eru sjómenn, eins og við landsbyggðarfólkið, bara annars flokks þegnar? Það virðist allavega ekkert í kortunum segja mér að þessir hlutir séu í lagi hér á landi og hvað þá á sjó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru duglegir að bera sig saman við vestrænar þjóðir í hæfni og gæðum þjónustu og menntunar. Við segjum stolt frá því að við teljum okkur vera á pari við Norðurlandaþjóðirnar með að virða réttindi og þjónusta þegna landsins. Að fenginni faglegri og persónulegri reynslu finn ég mig knúinn til að leggja mitt mat á stöðu þeirrar þjónustu sem veitt er við sjómenn og sjúklinga utan höfuðborgarinnar. Mýflug er með samning við velferðarráðuneytið og sér um allt sjúkraflug innanlands, leggur til vélar, búnað og mannafla til að sinna þessari þjónustu. Sjúkraflugið er gert út frá Akureyri. Fagleg og rétt viðbrögð einkenna vinnubrögð þeirra sem vinna við þessar erfiðu aðstæður. Hinsvegar er alvarlegt hve þetta tekur langan tíma og ítrekað hefur það komið fyrir að Mýflug hefur ekki getað veitt þessa þjónustu innan þess tíma sem samningurinn kveður á um. Samkvæmt samningnum er viðbragðstími sjúkraflugs 60 mínútur frá því að beiðni berst þar til vélin á fara í loftið. Ef beiðni berst um að þörf sé á varavél skal hún fara í loftið innan 105 mínútna. Mýflug notar TF-MYX í sjúkraflug. Þetta eru öflugar vélar sem nýtast vel við íslenskar aðstæður. Varavél, TF-FMS, er sömu gerðar. Nýlega kenndi ég mér eymsla í kviði og þurfti í aðgerð. Skurðlæknirinn í Eyjum var ekki viðlátinn og þurfti ég sjúkraflug til Reykjavíkur. Um hádegi var mér tilkynnt að það yrði bið á sjúkrafluginu. Ég var í forgangi 3, sem ekki er aðkallandi bráðaflokkun. Biðin var orðin löng þegar ég komst á deild klukkan 18.50. Fyrir forgang 3 flokkaðan sjúkling er þetta of langur tími. Þar sem ég er sjúkraflutningamaður leitaði ég skýringa hjá áhöfninni og var mér tjáð að óvenju mörg bráðatilfelli hafi verið þennan dag. Varavél reyndist ekki kölluð út því hún var í öðrum verkefnum, tvo tíma tæki að gera hana klára því sjúkraflugsbúnaðurinn var í Reykjavík en vélin fyrir norðan. Það fannst mér óviðunandi skýring. Sem betur fer var ég ekki bráðveikur. En ég leiddi hugann að því, er það rétt að manni skuli líða eins og afgangsstærð, annars flokks þegni sem er látinn bíða en ekki gerðar viðeigandi lögbundnar ráðstafanir. Er þetta þjónustan sem við viljum veita? Sannarlega ekki! Ég greiði mína skatta og skyldur og tel mig eiga rétt á meiri gæðum í þessari grunnþjónustu. Ég vil taka það sérstaklega fram að þjónustan sem ég þáði þennan dag var veitt af virðingu og fagmennsku fram í fingurgóma, frá Eyjum og þar til að ég útskrifaðist. Er það skoðun mín að þjónustan myndi batna gríðarlega ef önnur sjúkravél væri staðsett í Reykjavík. Allar forsendur eru fyrir hendi til að reka sjúkraflugvél frá höfuðstaðnum líka. Sérþjálfaður mannskapur er bæði í Reykjavík og á Akureyri. Landinu mætti skipta upp í svæði og fluginu stýrt eftir lengd og tilfellum. Tvær vélar auka öryggið þar sem önnur vélin yrði til vara. Það kerfi yrði að minnsta kosti ekki lakara en það sem notast er við í dag. Ráðamenn koma til með að segja að þetta snúist um peninga. En eru nokkrar milljónir mikill aukakostnaður þegar um er að ræða björgun á mannslífum? Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru nefndar sem „backup“ við þessar aðstæður. Hvernig er hægt að stóla á það? Fréttir hafa verið fluttar af því að þar sé mikill niðurskurður í rekstri eins og hjá mörgum öðrum stofnunum. Það þýðir að oft er bara ein þyrla tiltæk til að sinna landinu og miðunum. Gæslan hefur það skilgreinda hlutverk að þjóna skipaflotanum, þjónusta sem er í hættu. Mér finnst með ólíkindum hve sjómenn og útgerðarmenn eru slakir yfir fréttunum af skerðingum í flugrekstri Landhelgisgæslunnar. Við erum með einstakt kerfi í menntun og endurmenntun sjómanna, en það stoðar lítið ef þyrlurnar komast ekki til skipanna þegar hætta steðjar að. Samkvæmt öryggisreglum má þyrla ekki fara lengra frá landi en 20 mílur þegar ekki er önnur til aðstoðar. Reglur eru settar til að fara eftir og til að tryggja öryggi þyrlna og áhafna þeirra. Mörg tilvik hafa komið upp þar sem einungis ein áhöfn er á vakt m.a. vegna þjálfunar flugmanna og annarra áhafnarmeðlima. Frá 6. janúar n.k. í þrjá mánuði, er önnur vélin í reglubundinni skoðun og þá er einungis ein vél tiltæk. Þá eru framundan verstu vetrarmánuðirnir á sjó og ein þyrla getur einungis farið 20 mílur frá landi. Til að veita aðstoð þarf skipið að sigla á móti þyrlunni. Ef skipið verður vélarvana, þá er það ekki möguleiki. Hvernig á þá að koma neyðaraðstoð um borð? Hvað tekur það langan tíma? Það er því falskt öryggi að telja fólki trú um að þyrlan geti verið til vara fyrir sjúkraflugið ef mikið er að gera. Landhelgisgæslan á fullt í fangi með að halda úti einni vél og áhöfn til að sinna flotanum okkar, og það aðeins ef slys eða óhöpp verða innan 20 mílna. Með þessum skrifum vil ég gera það ljóst að sjúkraflug á Íslandi er svo sannarlega ekki í betri horfum en það var fyrir 30 árum. Þá var sjúkravél í hverjum landsfjórðungi og herinn sannaði sannarlega gildi sitt þegar mikið lá við. Eru sjómenn, eins og við landsbyggðarfólkið, bara annars flokks þegnar? Það virðist allavega ekkert í kortunum segja mér að þessir hlutir séu í lagi hér á landi og hvað þá á sjó.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun