Viðskipti erlent

Nethagkerfið mun tvöfaldast á fjórum árum

Larry Page, annar stofnenda risans á hugbúnaðarmarkaði, Google.
Larry Page, annar stofnenda risans á hugbúnaðarmarkaði, Google.
Vefhagkerfi heimsins mun tvöfaldast að stærð á næstu fjórum árum samkvæmt skýrslu sem Boston Consulting Group vann fyrir hugbúnaðarrisann Google. Velta þeirrar þjónustu sem boðið er upp á vefnum nemur 2.300 milljörðum dollara á ári eða sem nemum 285 þúsund milljörðum króna. Talið er að veltan muni fara í 4.200 milljarða dollara, yfir 5.000 milljarða króna, á árinu 2016 að því er fram kemur í skýrslunni.

Mestu munar um það að um 200 milljónir manna bætast í hóp þeirra sem nota vefinn reglulega á hverju ári. Talið er að þessi hópur muni stækka hratt á næstu misserum, og þar með stækka vefhagkerfi heimsins, að því er fram kemur í frétt um skýrsluna á vefa breska ríkisútvarpsins BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×