Rússar neyðast til að lækka skatta á olíu- og gasvinnslu 27. janúar 2012 12:43 Deepsea Delta-borpallurinn er meðal þeirra sem borað hafa á Shtokman-svæðinu í Barentshafi. Það eru ekki aðeins íslensk stjórnvöld sem neyðast til að breyta skattareglum vegna olíu- og gasvinnslu. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tilkynnt að endurskoða þurfi rússnesku skattalöggjöfina vegna olíu- og gasvinnslu á hafsbotni. Með því vonast þau til að uppbygging hefjist á rússneska Shtokman-svæðinu í Barentshafi, djúpt norðaustur af Múrmansk. 24 ár eru liðin frá því þar fundust álitlegar gaslindir en þrjú olíufélög, hið rússneska Gazprom, hið franska Total og norska Statoil, tilkynntu sameiginlega í síðasta mánuði að skattalöggjöf Rússlands væri þess eðlis að þau treystu sér ekki til að leggja í gríðarmiklar fjárfestingar til að hefja þar gasvinnslu. Ríkisstjórnir Rússlands og Noregs vilja báðar stuðla að aukinni vinnslu úr Barentshafinu og er Statoil áfjáð í að taka þátt í verkefnum beggja megin miðlínunnar. Á árlegri tvíhliða ráðstefnu Rússa og Norðmanna í Osló í vikunni um nýtingu Barentshafsins lýsti aðstoðarauðlindaráðherra Rússlands því yfir að endurskoða þyrfti skattalöggjöfina í því skyni að auka samkeppnishæfni kolvetnis í rússneskri lögsögu, að því er norska Aftenbladet greindi frá. Fram að kom að rússneska löggjöfin væri miðuð við olíu- og gasvinnslu á landi, en væri óhagstæð vinnslu af hafsbotni, sem væri margfalt dýrari. Undirbúningur að nýtingu Shtokman-gaslindanna hófst upp úr 1990. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að gasið yrði flutt með skipum í fljótandi formi til Bandaríkjanna en síðar var ákveðið að stefna að því að selja gasið til Evrópu og leggja svokallaða Nord Stream-gasleiðslu frá Múrmansksvæðinu til Pétursborgar. Fyrst þarf þó að leggja 600 kílómetra langa neðansjávargasleiðslu frá Shtokman til Kola-skaga. Gazprom áætlar að kostnaður við uppbygginguna verði um 12 milljarðar bandaríkjadala, eða sem svarar 1.500 milljörðum íslenskra króna. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það eru ekki aðeins íslensk stjórnvöld sem neyðast til að breyta skattareglum vegna olíu- og gasvinnslu. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tilkynnt að endurskoða þurfi rússnesku skattalöggjöfina vegna olíu- og gasvinnslu á hafsbotni. Með því vonast þau til að uppbygging hefjist á rússneska Shtokman-svæðinu í Barentshafi, djúpt norðaustur af Múrmansk. 24 ár eru liðin frá því þar fundust álitlegar gaslindir en þrjú olíufélög, hið rússneska Gazprom, hið franska Total og norska Statoil, tilkynntu sameiginlega í síðasta mánuði að skattalöggjöf Rússlands væri þess eðlis að þau treystu sér ekki til að leggja í gríðarmiklar fjárfestingar til að hefja þar gasvinnslu. Ríkisstjórnir Rússlands og Noregs vilja báðar stuðla að aukinni vinnslu úr Barentshafinu og er Statoil áfjáð í að taka þátt í verkefnum beggja megin miðlínunnar. Á árlegri tvíhliða ráðstefnu Rússa og Norðmanna í Osló í vikunni um nýtingu Barentshafsins lýsti aðstoðarauðlindaráðherra Rússlands því yfir að endurskoða þyrfti skattalöggjöfina í því skyni að auka samkeppnishæfni kolvetnis í rússneskri lögsögu, að því er norska Aftenbladet greindi frá. Fram að kom að rússneska löggjöfin væri miðuð við olíu- og gasvinnslu á landi, en væri óhagstæð vinnslu af hafsbotni, sem væri margfalt dýrari. Undirbúningur að nýtingu Shtokman-gaslindanna hófst upp úr 1990. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að gasið yrði flutt með skipum í fljótandi formi til Bandaríkjanna en síðar var ákveðið að stefna að því að selja gasið til Evrópu og leggja svokallaða Nord Stream-gasleiðslu frá Múrmansksvæðinu til Pétursborgar. Fyrst þarf þó að leggja 600 kílómetra langa neðansjávargasleiðslu frá Shtokman til Kola-skaga. Gazprom áætlar að kostnaður við uppbygginguna verði um 12 milljarðar bandaríkjadala, eða sem svarar 1.500 milljörðum íslenskra króna.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira