Viðskipti erlent

Angela Merkel: Þörf á alveg nýrri nálgun

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss, að þörf væri á alveg nýrri nálgun á stjórnun ríkisfjármála og efnahagsmála. „Kerfislægar breytingar sem leiða til þess að fleiri störf skapist er það sem þarf að gera núna," sagði Merkel á blaðamannafundi, eftir fundahöld leiðtoga víða að.

Efnahagsvandinn í Evrópu er mál málanna á ráðstefnunni, og ber umræðan um vanda Grikklands nú hæst. Áhyggjur vegna hugsanlegs gjaldþrots landsins hafa farið vaxandi að undanförnu. Þá mælist atvinnuleysi í Evrópu um 10%.

Merkel sagði að vandi Grikklands væri vandi allrar Evrópu, og landið stæði ekki einangrað að því leyti. Hins vegar þurfi stjórnvöld í Grikklandi að sýna meiri vilja til þess að leysa vandamál sín. Kröfuhafar Grikklands hafa að undanförnu fundað með ríkisstjórn landsins með það fyrir augum að ná sátt um hvernig Grikkland geti leyst úr skuldastöðu sinni. Helst er horft til þess að afskrifa allt að helming af skuldum landsins, að því er breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×