Tim Cook heimsótti verksmiðjur Apple í Kína 29. mars 2012 12:22 Cook heimsótti verksmiðjuna í dag. mynd/AFP Tim Cook, forstjóri Apple, heimsótti verksmiðjur fyrirtækisins í Kína í dag. Apple hefur verið sakað um illa meðferð á starfsfólki sínu í verksmiðjunum og vill Cook vafalaust bæta ímynd Apple í Kína. Kínverski snjallsímamarkaðurinn er sá stærsti í heimi. Síðustu ár hefur Apple barist við tæknifyrirtækið Samsung Electronics um yfirráð á markaðinum. Samsung hefur þó átt mikilli velgengni að fagna í Kína og eru snjallsímar fyrirtækisins þeir allra vinsælustu í landinu. Cook heimsótti verksmiðju Foxconn í Zhengzhou í dag. Rúmega 120.000 manns vinnna í verksmiðjunni. Í febrúar á þessu ári opnaði Apple dyr verksmiðja sinna í Kína fyrir óháðum eftirlitsmönnum. Fregnir höfðu boist af bágri stöðu vinnuafls Foxconn en verktakinn framleiðir meðal annars iPad spjaldtölvuna og iPhone.mynd/AFPVandamál hafa einkennt samstarf Apple og Foxconn. Árið 2010 frömdu nokkrir starfsmenn fyrirtækisins sjálfsmorð í verksmiðju í Longhua - á milli 300.000 til 400.000 manns starfa í verksmiðjunni. Það var síðan í janúar á þessu ári þegar 150 starfsmenn Foxconn hótuðu að stökkva fram að verksmiðjuhúsi í Wuhan. Starfsmennirnir héldu því fram að vinnuaðstæður væri óbærilegar. Í kjölfar atviksins hefur Apple ákveðið að birta upplýsingar um vinnutíma og vinnuaðstæður starfsmanna sinna í hverjum mánuði. Tækni Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, heimsótti verksmiðjur fyrirtækisins í Kína í dag. Apple hefur verið sakað um illa meðferð á starfsfólki sínu í verksmiðjunum og vill Cook vafalaust bæta ímynd Apple í Kína. Kínverski snjallsímamarkaðurinn er sá stærsti í heimi. Síðustu ár hefur Apple barist við tæknifyrirtækið Samsung Electronics um yfirráð á markaðinum. Samsung hefur þó átt mikilli velgengni að fagna í Kína og eru snjallsímar fyrirtækisins þeir allra vinsælustu í landinu. Cook heimsótti verksmiðju Foxconn í Zhengzhou í dag. Rúmega 120.000 manns vinnna í verksmiðjunni. Í febrúar á þessu ári opnaði Apple dyr verksmiðja sinna í Kína fyrir óháðum eftirlitsmönnum. Fregnir höfðu boist af bágri stöðu vinnuafls Foxconn en verktakinn framleiðir meðal annars iPad spjaldtölvuna og iPhone.mynd/AFPVandamál hafa einkennt samstarf Apple og Foxconn. Árið 2010 frömdu nokkrir starfsmenn fyrirtækisins sjálfsmorð í verksmiðju í Longhua - á milli 300.000 til 400.000 manns starfa í verksmiðjunni. Það var síðan í janúar á þessu ári þegar 150 starfsmenn Foxconn hótuðu að stökkva fram að verksmiðjuhúsi í Wuhan. Starfsmennirnir héldu því fram að vinnuaðstæður væri óbærilegar. Í kjölfar atviksins hefur Apple ákveðið að birta upplýsingar um vinnutíma og vinnuaðstæður starfsmanna sinna í hverjum mánuði.
Tækni Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira