Forsetinn í flokksbundinni pólitík Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 4. júní 2012 20:00 Ólafur Ragnar Grímsson er að bjóða upp á alveg nýja tegund af forseta, að mati álitsgjafa fréttastofu í kosningabaráttunni. Eftir að Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason gengu út úr beinni útsendingu í fyrstu sjónvarpskappræðum kosningabaráttunnar, til að mótmæla fyrirkomulagi þeirra, stóðu þrír frambjóðendur eftir. Þau Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Segja má að átakalínan í þessari kosningabaráttu sé spurningin um hversu virkan þátt forseti eigi að taka í deilumálum samtímans. Eitt deilumálið, aðild að Evrópusambandinu, var rætt í gærkvöldi. Herdís og Þóra lýstu báðar efasemdum um inngöngu og Ólafur Ragnar lýsti sig andsnúinn aðild sem fyrr. Þóra og Ólafur voru hins vegar hjartanlega ósammála um hvort forseti Íslands ætti að lýsa yfir afstöðu sinni til samningsins þegar þar að kæmi. Herdís var tvístígandi, en taldi þó ekki úr vegi að forseti tjáði sig um þetta stórmál með yfirveguðum hætti. Ólafur telur fullkomlega eðlilegt að þjóðin fái að vita hvaða skoðun frambjóðendur og forseti hafi á þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og álitsgjafi fréttastofu í kosningabaráttunni, segir nýtt að forseti eigi að blanda sér í pólitíska umræðu - með þeim hætti sem Ólafur hefur lýst. „Þetta er auðvitað ákveðið nýmæli að forsetar taki þátt í beinum opinberum umræðum um mikil ágreiningsmál." Hann bætir við, „og þá er eiginilega forsetaembættið á vissan hátt orðið nýtt, orðið breytt. Og það getur vel verið að það sé eitthvað sem fólk vill og það er greinilegt í skoðanakönnunum að Ólafur nýtur mikils fylgis." En með því sé forsetinn kominn inn í fjölmiðla- og bloggumræðu samtímans. „Þá er hann beinlínis farinn að hafa áhrif á gang mála eins og þau eru rædd á alþingi og í samfélaginu." Ólafur Ragnar hafi til dæmis í kosningabaráttunni markað sig í andstöðu við Samfylkinguna og tekið afstöðu gegn Evrópusambandinu. „Þar með er hann kominn inn í flokksbundna pólitíska umræðu og þá er forsetinn beinlínis orðinn pólitískur. Þá er hann augljóslega ekki á neinn hátt að reyna að vera sameiningartákn, hvort sem það er hægt eða ekki í okkar pólitíska heimi." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er að bjóða upp á alveg nýja tegund af forseta, að mati álitsgjafa fréttastofu í kosningabaráttunni. Eftir að Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason gengu út úr beinni útsendingu í fyrstu sjónvarpskappræðum kosningabaráttunnar, til að mótmæla fyrirkomulagi þeirra, stóðu þrír frambjóðendur eftir. Þau Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Segja má að átakalínan í þessari kosningabaráttu sé spurningin um hversu virkan þátt forseti eigi að taka í deilumálum samtímans. Eitt deilumálið, aðild að Evrópusambandinu, var rætt í gærkvöldi. Herdís og Þóra lýstu báðar efasemdum um inngöngu og Ólafur Ragnar lýsti sig andsnúinn aðild sem fyrr. Þóra og Ólafur voru hins vegar hjartanlega ósammála um hvort forseti Íslands ætti að lýsa yfir afstöðu sinni til samningsins þegar þar að kæmi. Herdís var tvístígandi, en taldi þó ekki úr vegi að forseti tjáði sig um þetta stórmál með yfirveguðum hætti. Ólafur telur fullkomlega eðlilegt að þjóðin fái að vita hvaða skoðun frambjóðendur og forseti hafi á þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og álitsgjafi fréttastofu í kosningabaráttunni, segir nýtt að forseti eigi að blanda sér í pólitíska umræðu - með þeim hætti sem Ólafur hefur lýst. „Þetta er auðvitað ákveðið nýmæli að forsetar taki þátt í beinum opinberum umræðum um mikil ágreiningsmál." Hann bætir við, „og þá er eiginilega forsetaembættið á vissan hátt orðið nýtt, orðið breytt. Og það getur vel verið að það sé eitthvað sem fólk vill og það er greinilegt í skoðanakönnunum að Ólafur nýtur mikils fylgis." En með því sé forsetinn kominn inn í fjölmiðla- og bloggumræðu samtímans. „Þá er hann beinlínis farinn að hafa áhrif á gang mála eins og þau eru rædd á alþingi og í samfélaginu." Ólafur Ragnar hafi til dæmis í kosningabaráttunni markað sig í andstöðu við Samfylkinguna og tekið afstöðu gegn Evrópusambandinu. „Þar með er hann kominn inn í flokksbundna pólitíska umræðu og þá er forsetinn beinlínis orðinn pólitískur. Þá er hann augljóslega ekki á neinn hátt að reyna að vera sameiningartákn, hvort sem það er hægt eða ekki í okkar pólitíska heimi."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Sjá meira