Forsetinn í flokksbundinni pólitík Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 4. júní 2012 20:00 Ólafur Ragnar Grímsson er að bjóða upp á alveg nýja tegund af forseta, að mati álitsgjafa fréttastofu í kosningabaráttunni. Eftir að Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason gengu út úr beinni útsendingu í fyrstu sjónvarpskappræðum kosningabaráttunnar, til að mótmæla fyrirkomulagi þeirra, stóðu þrír frambjóðendur eftir. Þau Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Segja má að átakalínan í þessari kosningabaráttu sé spurningin um hversu virkan þátt forseti eigi að taka í deilumálum samtímans. Eitt deilumálið, aðild að Evrópusambandinu, var rætt í gærkvöldi. Herdís og Þóra lýstu báðar efasemdum um inngöngu og Ólafur Ragnar lýsti sig andsnúinn aðild sem fyrr. Þóra og Ólafur voru hins vegar hjartanlega ósammála um hvort forseti Íslands ætti að lýsa yfir afstöðu sinni til samningsins þegar þar að kæmi. Herdís var tvístígandi, en taldi þó ekki úr vegi að forseti tjáði sig um þetta stórmál með yfirveguðum hætti. Ólafur telur fullkomlega eðlilegt að þjóðin fái að vita hvaða skoðun frambjóðendur og forseti hafi á þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og álitsgjafi fréttastofu í kosningabaráttunni, segir nýtt að forseti eigi að blanda sér í pólitíska umræðu - með þeim hætti sem Ólafur hefur lýst. „Þetta er auðvitað ákveðið nýmæli að forsetar taki þátt í beinum opinberum umræðum um mikil ágreiningsmál." Hann bætir við, „og þá er eiginilega forsetaembættið á vissan hátt orðið nýtt, orðið breytt. Og það getur vel verið að það sé eitthvað sem fólk vill og það er greinilegt í skoðanakönnunum að Ólafur nýtur mikils fylgis." En með því sé forsetinn kominn inn í fjölmiðla- og bloggumræðu samtímans. „Þá er hann beinlínis farinn að hafa áhrif á gang mála eins og þau eru rædd á alþingi og í samfélaginu." Ólafur Ragnar hafi til dæmis í kosningabaráttunni markað sig í andstöðu við Samfylkinguna og tekið afstöðu gegn Evrópusambandinu. „Þar með er hann kominn inn í flokksbundna pólitíska umræðu og þá er forsetinn beinlínis orðinn pólitískur. Þá er hann augljóslega ekki á neinn hátt að reyna að vera sameiningartákn, hvort sem það er hægt eða ekki í okkar pólitíska heimi." Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er að bjóða upp á alveg nýja tegund af forseta, að mati álitsgjafa fréttastofu í kosningabaráttunni. Eftir að Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason gengu út úr beinni útsendingu í fyrstu sjónvarpskappræðum kosningabaráttunnar, til að mótmæla fyrirkomulagi þeirra, stóðu þrír frambjóðendur eftir. Þau Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir. Segja má að átakalínan í þessari kosningabaráttu sé spurningin um hversu virkan þátt forseti eigi að taka í deilumálum samtímans. Eitt deilumálið, aðild að Evrópusambandinu, var rætt í gærkvöldi. Herdís og Þóra lýstu báðar efasemdum um inngöngu og Ólafur Ragnar lýsti sig andsnúinn aðild sem fyrr. Þóra og Ólafur voru hins vegar hjartanlega ósammála um hvort forseti Íslands ætti að lýsa yfir afstöðu sinni til samningsins þegar þar að kæmi. Herdís var tvístígandi, en taldi þó ekki úr vegi að forseti tjáði sig um þetta stórmál með yfirveguðum hætti. Ólafur telur fullkomlega eðlilegt að þjóðin fái að vita hvaða skoðun frambjóðendur og forseti hafi á þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði og álitsgjafi fréttastofu í kosningabaráttunni, segir nýtt að forseti eigi að blanda sér í pólitíska umræðu - með þeim hætti sem Ólafur hefur lýst. „Þetta er auðvitað ákveðið nýmæli að forsetar taki þátt í beinum opinberum umræðum um mikil ágreiningsmál." Hann bætir við, „og þá er eiginilega forsetaembættið á vissan hátt orðið nýtt, orðið breytt. Og það getur vel verið að það sé eitthvað sem fólk vill og það er greinilegt í skoðanakönnunum að Ólafur nýtur mikils fylgis." En með því sé forsetinn kominn inn í fjölmiðla- og bloggumræðu samtímans. „Þá er hann beinlínis farinn að hafa áhrif á gang mála eins og þau eru rædd á alþingi og í samfélaginu." Ólafur Ragnar hafi til dæmis í kosningabaráttunni markað sig í andstöðu við Samfylkinguna og tekið afstöðu gegn Evrópusambandinu. „Þar með er hann kominn inn í flokksbundna pólitíska umræðu og þá er forsetinn beinlínis orðinn pólitískur. Þá er hann augljóslega ekki á neinn hátt að reyna að vera sameiningartákn, hvort sem það er hægt eða ekki í okkar pólitíska heimi."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira