Viðskipti erlent

Ótrúlegar vinsældir LinkedIn

Samfélagsmiðillinn LinkedIn hefur vaxið ört síðustu misseri. Notendum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að síðan fór í loftið á sumarmánuðum ársins 2003. Þannig eru virkir notendur rúmlega 135 milljónir talsins en þeir voru um 35 milljónir í desember árið 2007.

Á marga vegu eru LinkedIn og Facebook náskyld fyrirbæri. Munurinn er sá að LinkedIn einblínir á atvinnulífið. Miðillinn er hugsaður sem vettvangur fyrir starfsmenn og vinnuveitendur til að efla tengslanet sín og kynna verkefni.

Málefni LinkedIn voru rædd í San Francisco í dag. Þar kynntu stjórnendur síðunnar þær nýjungar sem væntanlegar eru sem og framtíðarhorfur miðilsins.

Vinsældir LinkedIn hafa komið mörgum á óvart. Þá sérstaklega í ljósi þess að lítið sem ekkert er um skemmtilega og litríka leiki á síðunni, já eða girnilegar stöðuuppfærslur í gegnum Instagram.

Hægt er að kynna sér LinkedIn í myndbandinu hér fyrir ofan og hér á síðunni sjálfri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×