Viðskipti erlent

Stöðuuppfærslur vísa á þunglynda

Þunglyndi Stöðuuppfærslur á Facebook gætu verið hróp á hjálp
Þunglyndi Stöðuuppfærslur á Facebook gætu verið hróp á hjálp
Þunglyndislegar stöðuuppfærslur á samskiptasíðum eins og Twitter og Facebook geta verið ágætis vísbending um andlegt ástand einstaklinganna sem þá skrifa.

Höfundar uppfærslnanna líta stundum á þær sem eins konar leið til að deila vandamálum sínum með heiminum og oft á tíðum liggur ekkert meira á bak við þær en pirringur eða leiði á þeim tímapunkti. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af Háskólanum í Washington gefa þær þó oft vísbendingar um að ekki sé allt með felldu hjá viðkomandi og geta verið hróp á hjálp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×