Þörf á miðstöð innflytjenda Toshiki Toma skrifar 19. apríl 2012 06:00 Reykjavíkurborg bauð okkur innflytjendum í Reykjavík á Fjölmenningarþing í fyrsta skipti í nóvember 2010. Þar ræddu 200 innflytjendur um ýmis atriði í borgarlífinu. Atriði sem flestir þátttakendur komu fram með er nauðsyn miðstöðvar innflytjenda í Reykjavík eins og Alþjóðahúsið hafði verið áður. Borgin sagði upp samningi við Alþjóðahúsið árið 2009 aðallega vegna fjárhagslegrar óvissu hjá sér og miðstöð innflytjenda í Reykjavík hvarf í kjölfarið. Síðan hefur hluta af þeirri þjónustu sem Alþjóðahúsið hafði áður sinnt verið skipt á milli ýmissa aðila eins og Alþjóðaseturs, Þjónustumiðstöðvar Hlíða og Miðborgar o.fl. Sérhver aðili hlýtur að gera sitt besta en þetta er samt bót til bráðabirgða, ef litið er á heildarþörf innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Vandamál eru t.d.: n Ekki er hægt að fá þjónustu frá stofnunum borgarinnar ef maður á ekki lögheimili í borginni. n Erfitt er fyrir innflytjendur að kynna sér hvers konar þjónusta er í boði og hvar hægt er að nálgast hana. n Erfitt er fyrir þjónustuveitendur í málefnum innflytjenda að skiptast á upplýsingum. n Erfitt er að skapa umgjörð fyrir virka þátttöku innflytjenda í menningarstarfsemi án stöðugrar miðstöðvar. n Erfitt er að móta sameiginlega stefnu um málefnið meðal sveitarfélaga. Þannig er auðséð að það er eftirsóknarvert að eiga miðstöð innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. En þá vekur spurningin um hæl: Hver ber ábyrgð á henni? Ríkið, borgin eða samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu? Ríkið er núna að reyna rekstur Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum sem er því formlega ríkisstofnun og stefnt er því að setrið verði áfram á Vestfjörðum. Gott mál, en spyrja má hvort ríkið eigi ekki að leggja meiri fyrirhöfn í höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt upplýsingum Byggðastofnunar greiddu 24.294 erlendir ríkisborgarar skatta á Íslandi á árinu 2010 vegna tekna sem þeir öfluðu árið 2009, og 10.785 af þeim voru búsettir í Reykjavík. Þessar tölur má hafa til hliðarsjónar þegar við hugsum um málið. Ferli endurbyggingar er enn í gangi. Margir munu spyrja hvers vegna íslenska þjóðin þarf að leggja fé til þjónustu við innflytjendur. En það blasir við að þegar þjóðin nær velgengni, er þátttaka innflytjenda ómissandi. Er það því ekki snjallara og mikilvægt að reikna hlutverk innflytjenda inn í framtíðarmynd þjóðarinnar frá upphafi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg bauð okkur innflytjendum í Reykjavík á Fjölmenningarþing í fyrsta skipti í nóvember 2010. Þar ræddu 200 innflytjendur um ýmis atriði í borgarlífinu. Atriði sem flestir þátttakendur komu fram með er nauðsyn miðstöðvar innflytjenda í Reykjavík eins og Alþjóðahúsið hafði verið áður. Borgin sagði upp samningi við Alþjóðahúsið árið 2009 aðallega vegna fjárhagslegrar óvissu hjá sér og miðstöð innflytjenda í Reykjavík hvarf í kjölfarið. Síðan hefur hluta af þeirri þjónustu sem Alþjóðahúsið hafði áður sinnt verið skipt á milli ýmissa aðila eins og Alþjóðaseturs, Þjónustumiðstöðvar Hlíða og Miðborgar o.fl. Sérhver aðili hlýtur að gera sitt besta en þetta er samt bót til bráðabirgða, ef litið er á heildarþörf innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Vandamál eru t.d.: n Ekki er hægt að fá þjónustu frá stofnunum borgarinnar ef maður á ekki lögheimili í borginni. n Erfitt er fyrir innflytjendur að kynna sér hvers konar þjónusta er í boði og hvar hægt er að nálgast hana. n Erfitt er fyrir þjónustuveitendur í málefnum innflytjenda að skiptast á upplýsingum. n Erfitt er að skapa umgjörð fyrir virka þátttöku innflytjenda í menningarstarfsemi án stöðugrar miðstöðvar. n Erfitt er að móta sameiginlega stefnu um málefnið meðal sveitarfélaga. Þannig er auðséð að það er eftirsóknarvert að eiga miðstöð innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. En þá vekur spurningin um hæl: Hver ber ábyrgð á henni? Ríkið, borgin eða samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu? Ríkið er núna að reyna rekstur Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum sem er því formlega ríkisstofnun og stefnt er því að setrið verði áfram á Vestfjörðum. Gott mál, en spyrja má hvort ríkið eigi ekki að leggja meiri fyrirhöfn í höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt upplýsingum Byggðastofnunar greiddu 24.294 erlendir ríkisborgarar skatta á Íslandi á árinu 2010 vegna tekna sem þeir öfluðu árið 2009, og 10.785 af þeim voru búsettir í Reykjavík. Þessar tölur má hafa til hliðarsjónar þegar við hugsum um málið. Ferli endurbyggingar er enn í gangi. Margir munu spyrja hvers vegna íslenska þjóðin þarf að leggja fé til þjónustu við innflytjendur. En það blasir við að þegar þjóðin nær velgengni, er þátttaka innflytjenda ómissandi. Er það því ekki snjallara og mikilvægt að reikna hlutverk innflytjenda inn í framtíðarmynd þjóðarinnar frá upphafi?
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun